Gripnir við smygl í Eyjum

Talið er að áfenginu og tóbakinu hafi verið smyglað til …
Talið er að áfenginu og tóbakinu hafi verið smyglað til landsins með Lagarfossi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tollverðir í Vestmannaeyjum stöðvuðu um miðjan mánuðinn bifreið sem ferja átti upp á land með Herjólfi en í henni fannst umtalsvert magn smyglvarnings sem ekki hafði verið gerð grein fyrir við innflutning til landsins.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þar um að ræða tóbak og áfengi. Er talið að varningurinn hafi verið fluttur til landsins með Lagarfossi, einu flutningaskipa Eimskips.

Málið er til meðferðar hjá tollayfirvöldum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert