Hyggjast halda í hagræna hvata

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla við IKEA
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla við IKEA mbl.is/Golli

Ríkissjóður mun áfram fella niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbíla, nái tillögur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram að ganga.

Í þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fyrir Alþingi er lagt til að niðurfellingin muni ná til fyrstu 5.000-12.500 bifreiðanna sem fluttar verða til landsins. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins eru í dag 1.107 rafbílar á götum landsins, en ívilnanir vegna innflutnings slíkra bíla voru leiddar í lög árið 2012.

Þá telur ráðuneytið að sömu reglur eigi að gilda varðandi innflutning á vetnisbifreiðum, og er talið að þar skuli miðað við 5.000-12.500 bifreiðar, að því er fram kemur í umfjöllun um rafbílavæðinguna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert