Ítreka óskir um fjármögnun ríkis

Mikilvægt er talið að hreinsa skolpið frá þéttbýlinu, það er …
Mikilvægt er talið að hreinsa skolpið frá þéttbýlinu, það er Reykjahlíð og Skútustöðum, auk ferðaþjónustunnar til að koma í veg fyrir ofauðgun. Morgunblaðið/Golli

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir því að ríkið fjármagni heildarlausn fráveitumála í sveitarfélaginu til að vernda lífríki Mývatns, eins og sveitarfélagið telur að ríkinu beri að gera samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að vegna umræðunnar síðustu daga hafi sveitarfélagið ítrekað í gær þessa ósk með sérstöku erindi til fjármálaráðherra sem jafnframt er þingmaður kjördæmisins.

Með nýrri reglugerð um verndun Mývatns og Laxár sem sett var á árinu 2012 voru gerðar kröfur um nýtt fráveitukerfi í sveitarfélaginu. Meðal annars þarf að koma upp safnkerfi og hreinsistöðvum við þéttbýli sem eru í landi Reykjahlíðar og Skútustaða til að koma í veg fyrir ofauðgun vatnsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert