Ók á ljósastaur og brunahana

Engin meiðsl urðu á fólki en bíllinn er að sögn …
Engin meiðsl urðu á fólki en bíllinn er að sögn lögreglu mikið skemmdur og jafnvel ónýtur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekið var á ljósastaur og brunahana á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í hálku.

Ljósastaurinn skemmdist við áreksturinn og mikið vatn flæddi undan brunahananum en að sögn lögreglu vinnur starfsfólk hitaveitu að viðgerðum. Bíllinn skemmdist einnig mikið en engin slys urðu á fólki.

Umferðarslys varð einnig við Gjána í Kópavogi í dag og urðu miklar umferðartafir vegna þessa. Þá taldi Halldór Ólafsson, rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna hjá Reykjavíkurborg, ólíklegt að hægt yrði að ryðja allar íbúagötur á höfuðborgarsvæðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert