Kalt á landinu næstu daga

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir norðaustanátt, 8-15 metrum á sekúndu, en 13-18 m/s suðaustan til á landinu. Éljum norðan- og austanlands, en björtu veðri sunnan heiða. 

Hæg breytileg átt verður á morgun samkvæmt spánni og víða léttskýjað. Gert er ráð fyrir norðan 8-13 m/s austast á landinu og lítils háttar éljum. Kólnandi veður, frost 1 til 10 stig á morgun. 

Veðurvefur mbl.is

Hæg austlæg eða breytileg átt verður á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og víða léttskýjað. Norðan 8-13 m/s austast á landinu og lítils háttar él. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir ráð fyrir austanátt, 3-8 m/s, en 8-13 m/s með suðurströndinni. Björtu veðri norðan og vestan til á landinu, en dálitlum éljum suðaustanlands. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Hlýnar lítið eitt á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert