Lögreglan leitar að Gunnari

Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Þorsteinssyni. Gunnar, sem er alzheimer-sjúklingur, er klæddur í dökkgráa flíspeysu, gallabuxur og græn stígvél. Hann er grannvaxinn og 180 sm á hæð, er með stutt, dökkt hár og grátt í vöngum.

Síðast er vitað um ferðir hans frá heimili hans að Vesturgötu í dag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Uppfært 23:19: Gunnar er fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert