Mosfellsheiði lokuð vegna umferðarteppu

Búið er að loka veginum um Mosfellsheiði. Mynd úr safni.
Búið er að loka veginum um Mosfellsheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mosfellsheiðin er lokuð um óákveðinn tíma vegna umferðarteppu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en á Suðurlandi er all víða nokkur hálka eða snjóþekja. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Ófært er í Kjósarskarði og á Suðurstrandavegi en unnið að hreinsun.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á nokkrum útvegum.

Það er snjóþekja eða hálka á vegum á Vestfjörðum og víðast hvar einhver skafrenningur á fjallvegum.

Á Norðurlandi vestra er greiðfært frá Hrútafirði að Blönduósi en annars hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og víða éljagangur.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Austurlandi og víða snjókoma eða éljagangur. Þæfingsfærð er á Oddsskarði eins og er en unnið að hreinsun. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Það er að mestu greiðfært með suðausturströndinni en þó eru hálkublettir á stöku stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert