Úthlutað undir hótelbyggingu

Mikil uppbygging er í vændum í Mosfellsbæ.
Mikil uppbygging er í vændum í Mosfellsbæ. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þremur lóðum í Sunnukrika 3-7 í Mosfellsbæ hefur verið úthlutað undir hótelbyggingu og ferðaþjónustu.

Lóðirnar hafa um nokkurt skeið verið auglýstar til sölu, en þær hafa verið á skipulagi undir atvinnu- og þjónustustarfsemi frá árinu 2005. Félagið Sunnubær, sem er í eigu fjármálafyrirtækisins Virðingar hf., keypti lóðirnar.

Mosfellingur, bæjarblað Mosfellsbæjar, greindi fyrst frá sölunni, en að sögn Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, er hugmyndin sú að uppbyggingu verði lokið á svæðinu á næstu tveimur til þremur árum. „Í samningnum sem bærinn gerði við kaupendurna er hugmyndin sú að koma á fót hóteli og ferðaþjónustu á þessum lóðum en það er svo sem ekkert í hendi,“ segir Haraldur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert