Kynlaus klósett í Háskólanum

Fjöldi klósetta sem einstaklingur getur valið um hefur tvöfaldast í …
Fjöldi klósetta sem einstaklingur getur valið um hefur tvöfaldast í HÍ því engin sérmerking er lengur á klósettum skólans.

„Í tilefni dagsins ákváðum við að fara nokkrar stelpur inn á karlaklósettið á Háskólatorgi. Það var enginn karlmaður við pissuskálarnar en við sáum að þeim sem voru þar fyrir var dálítið brugðið jafnvel þó þeir hafi eingöngu verið við vaskinn að þvo á sér hendurnar.“

Þetta segir Ingileif Friðriksdóttir, formaður jafnréttisnefndar SHÍ, í Morgunblaðinu í dag, en í gær hófust Litlu jafnréttisdagar Stúdentaráðs og í tilefni af því voru klósett í byggingum skólans merkt kynlaus.

„Með þessu viljum við vekja máls á því jafnréttismáli að salerni séu kynlaus. Í háskólanum, líkt og almennt í samfélaginu, er hópur fólks sem skilgreinir sig utan kynjakerfisins, trans eða með öðrum hætti, og það getur valdið því fólki miklum kvíða og áhyggjum að gera jafn sjálfsagðan hlut og fara á klósettið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert