Tíu vel haldnar heiðlóur í Sandgerði

Lóurnar halda sig á leirum og leita þar fanga, enda …
Lóurnar halda sig á leirum og leita þar fanga, enda af nægu að taka. mbl.is/Guðmundur Falk

Tíu bústnar heiðlóur í vetrarbúningi voru að fá sér í gogginn í Sandgerði á sunnudaginn var.

„Sennilega eru þetta vetursetufuglar,“ sagði Guðmundur Falk, fuglaljósmyndari í Sandgerði. „Auk þess voru þarna tvær sandlóur. Það er mjög sjaldgæft að sjá hér sandlóur um miðjan vetur. Þær voru ljónstyggar og farnar með það sama.“

Guðmundur sagði að heiðlóurnar væru í leirnum við Sandgerði að tína upp í sig sandorma og burstaorma. Það væsti ekki um þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert