Andlát: Þorsteinn Gíslason

Þorsteinn Gíslason
Þorsteinn Gíslason

Þorsteinn Gíslason, fyrrverandi forstjóri Coldwater, lést í Bandaríkjunum sl. föstudag. Hann var á 93. aldursári. Þorsteinn fæddist 29. mars 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jónsson, alþingismaður og forstjóri, og Hlín Þorsteinsdóttir.

Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lauk BS-prófi í vélaverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology, MIT, árið 1947 og MS prófi í verkfræði frá Harvard University árið 1948. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á árunum 1949-55, einkum við endurbætur á vélum og vinnuskilyrðum hraðfrystihúsanna. Sölustjóri hjá Sporlan Valve Co., Boston, Bandaríkjunum, 1955-57, verkfræðingur hjá sama fyrirtæki í St. Louis, Bandaríkjunum, 1957-62, yfirverkfræðingur 1962. Forstjóri Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum 1962-84. Þorsteinn sat í Iðnaðarmálanefnd árin 1951-55 og í stjórn Iðnaðarmálastofnunar Íslands 1953-55.

Hann kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur Thors þann 11. nóvember 1944, en þau skildu. Eignuðust þau synina Þorstein og Ólaf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert