Fjórða 767-breiðþotan mætt

Fjórða breiðþota Icelandair stendur nú á Keflavíkurflugvelli, en vélin fer …
Fjórða breiðþota Icelandair stendur nú á Keflavíkurflugvelli, en vélin fer í sitt fyrsta áætlunarflug á vegum félagsins nk. fimmtudag. Ljósmynd/Ragnar Þór

Icelandair hefur á síðustu vikum bætt við sig tveimur farþegaþotum af gerðinni Boeing 767-300 en félagið átti fyrir tvær þotur sömu gerðar.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir þriðju breiðþotu félagsins, sem ber einkennisstafina TF-ISP, hafa komið hingað til lands fyrr á þessu ári, en fjórða vélin, TF-ISW, lenti á Keflavíkurflugvelli um nýliðna helgi.

„Breiðþoturnar komu til félagsins í vetur og hafa síðan þá verið endurnýjaðar að utan og innan samkvæmt stöðlum og útlitskröfum Icelandair,“ segir Guðjón í samtali við blaðið, en breytingarnar voru unnar í viðhaldsstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli og í Xiamen í suðausturhluta Kína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert