Bíða enn eftir niðurstöðum

Umfangsmikil leit var gerð að Birnu Brjánsdóttur.
Umfangsmikil leit var gerð að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður eftir síðustu niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum áður en gögnum í máli Birnu Brjánsdóttur er skilað til ákæruvaldsins.

„Það er ekki búið að ákveða hvenær gögnum verður skilað til ákæruvaldsins; þau eru enn að tínast inn,“ segir Einar Guðberg Jónsson rannsóknarlögreglumaður.

Einar staðfestir að í dag verði farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu. Maðurinn neitar enn sök í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert