Viðurkenndi smygl á hassinu

Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.
Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla um ríflega 20 kílóum af hassi til Grænlands með togaranum Polar Nanoq. Hann neitar hins vegar sem fyrr að hafa valdið dauða Birnu.

Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Jóni H. B. Snorrasyni, aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum um fjórar vikur eins og mbl.is fjallaði um í dag. Í þetta sinn á grundvelli almannahagsmuna en áður var honum haldið vegna rannsóknarhagsmuna.

Líkt og mbl.is fjallaði um í dag telur lögreglan sig hafa undir höndum lífsýni sem tengi manninn við Birnu. Stefnt er að því að ljúka rannsókn málsins fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert