Flogið til 78 áfangastaða

Áfangastaðir frá Keflavíkurflugvelli.
Áfangastaðir frá Keflavíkurflugvelli.

Frá Keflavíkurflugvelli er nú flogið til alls 78 áfangastaða með 27 flugfélögum, en í fyrra voru heilsársáfangastaðir 46 talsins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, eiga von á að 8,75 milljónir farþega fari um flugvöllinn á þessu ári og eru það hátt í 2 milljónum fleiri farþegar en á seinasta ári.

„Við erum í raun á milli ára að bæta við okkur þeim fjölda sem fór um Keflavíkurflugvöll allt árið 2010,“ segir Guðni í samtali við blaðið og heldur áfram: „Þegar álagið er mest þá fara um 5.000 flugfarþegar um Keflavíkurflugvöll á klukkustund. Í fyrra komu nokkrir slíkir dagar, en þeir verða hins vegar fleiri á þessu ári.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert