Hálka á fjallvegum og útvegum

mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálka eða hálkublettir eru á köflum á vegum á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einkum á útvegum.

Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er talsvert autt en þó sums staðar ýmist hálka eða hálkublettir, einkum á fjallvegum og útvegum.

Norðaustanlands er hálka og snjóþekja. Á Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Héraði en hálkublettir með ströndinni í Djúpavog. 

Greiðfært er með suðausturströndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert