„Það eru allir sótbrjálaðir“

Ákveðið hefur verið að fresta lagfæringu vegar í Berufirði.
Ákveðið hefur verið að fresta lagfæringu vegar í Berufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúar í Berufirði hyggjast loka hringveginum um fjörðinn eftir hádegi á morgun, sunnudag, til að mótmæla því að horfið sé frá uppbyggingu vegar um fjörðinn. 

Í frétt Austurfréttar um málið er haft eftir bónda á Karlsstöðum í Berufirði að kosningabaráttan hafi fjallað mikið um uppbyggingu innviða. Síðan hafi allt verið svikið. „Það eru allir sótbrjálaðir,“ segir bóndinn, Berglind Häsler, í samtali við Austurfrétt. Hún segir að vegurinn í dag sé eins og í vanþróuðu ríki. 

Boðað hefur verið til íbúafundar á Djúpavogi milli klukkan 11 og 13 á sunnudag til að kynna sameiningarviðræður Djúpavogshrepps, Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Til mótmælanna er boðað strax eftir þann fund.

„Berfirðingar og allir sem vilja sýna samstöðu í þessu máli mæta í Berufjörðinn upp úr klukkan eitt. Við ætlum að stöðva umferðina þar. Þetta er ákall til stjórnvalda um að endurskoða ákvörðunina og byrja framkvæmdir hið snarasta,“ segir í frétt Austurfréttar um málið.

Skera þarf niður um 10 millj­arða af fram­kvæmd­um í sam­göngu­mál­um sem áætlaðar voru í ár vegna þess að fjár­lög árs­ins fylgdu ekki sam­göngu­áætlun.

Auk veg­ar um Teigs­skóg er nýrri brú á Horna­fjarðarfljót frestað, Dynj­and­is­heiði og lag­fær­ing­um á hring­vegi í Beruf­irði, svo örfá dæmi séu tek­in.

Ungt Aust­ur­land, sam­tök ungra Aust­f­irðinga á aldr­in­um 18-40 ára, hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem boðaður niður­skurður á sam­göngu­áætlun er harðlega gagn­rýnd.

„Miðstjórn fé­laga­sam­tak­anna Ungt Aust­ur­land lýs­ir yfir gríðarleg­um von­brigðum með boðaðan niður­skurð á sam­göngu­áætlun. Niður­skurður­inn set­ur út af borðinu fram­kvæmd­ir við lagn­ingu bund­ins slit­lags í Beru­fjarðar­botni og á Borg­ar­fjarðar­vegi,“ seg­ir í álykt­un­inni sem samþykkt var af miðstjórn sam­tak­anna.

Það seg­ir jafn­framt að ung­ir Aust­f­irðing­ar neiti „að láta hafa sig að fífl­um eina ferða enn“ og er þess kraf­ist að staðið verði við gef­in lof­orð en þingið samþykkti rétt fyr­ir kosn­ing­ar sam­göngu­áætlun þar sem úr­bót­um á veg­um í Beru­fjarðar­botni og Borg­ar­fjarðar­vegi var lofað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert