Bættar merkingar auka öryggi við einbreiðar brýr

Alls eru 56 brýr á þjóðveginum frá Höfn í Hornafirði …
Alls eru 56 brýr á þjóðveginum frá Höfn í Hornafirði að Hvolsvelli og þar af 26 einbreiðar. mbl.is/RAX

„Því ber að fagna að þessi einfalda breyting sem kostar ekki mikið hefur skilað góðum árangri. Ekkert alvarlegt slys hefur orðið síðan blikkljósin voru sett upp en umferð ferðamanna, sem eru okkar verðmætasta auðlind, hefur stóraukist og mikið er um óreynda ferðamenn á bílaleigubílum á einum hættulegasta þjóðvegi Evrópu.“

Þetta segir Sigurpáll Ingibergsson tölvunarfræðingur í Morgunblaðinu í dag, en hann hefur  endurskoðað áhættumat sem hann gerði á einbreiðum brúm í Ríki Vatnajökuls fyrir ári.

„Mér ofbýður hvernig við tökum á móti ferðafólki sem er okkar verðmætasta auðlind,“ segir Sigurpáll þegar hann er spurður um ástæður þess að hann réðst í það verk að gera áhættumat á einbreiðum brúm í mars á síðasta ári. Hann er frá Hornafirði en býr á höfuðborgarsvæðinu og tók út allar brýr í Ríki Vatnajökuls, frá Vík í Mýrdal í Hornafjörð. Á því svæði er 21 einbreið brú af alls 39 á hringveginum. Safnaði hann upplýsingum, tók ljósmyndir og flokkaði brýrnar. Hann gaf flokkunum nokkuð sterk heiti. Þannig lentu margar brýrnar í efsta áhættuflokki sem hann kallaði „dauðagildru“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert