Nennir ekki að hlusta á hrútskýringar Frosta

Hildur Kristín Stefánsdóttir.
Hildur Kristín Stefánsdóttir.

Tónlistarkonan Hildur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir afþakkaði boð um að mæta í útvarpsþáttinn Harmageddon á út­varps­stöðinni X977 í morgun. Henni var boðið þangað en Frosti Logason, annar stjórnanda þáttarins, hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur um helgina fyr­ir um­mæli sem hann lét falla um kon­ur í tón­list­ar­brans­an­um í umræðu um ís­lensku tón­list­ar­verðlaun­in.

„Hef ekkert við Frosta að segja umfram pistilinn minn, nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng né gefa þeim himinháar hlustunartölur,“ segir Hildur meðal annars á Twitter.

„Eina sem ég hefði áhuga á er ef hann hefði boðið mér afsökunarbeiðni í beinni útsendingu, þá hefði ég mætt,“ bætir Hildur við.

Hildur hlaut verðlaun fyrir popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum síðastliðið fimmtudagskvöld og gagnrýndi Frosti það að Hildur hafi hlotið verðlaunin í þætti sínum síðastliðinn föstudag. 

Á föstu­dags­morgni ákveður Frosti Loga­son í Harma­geddon á X977 að gjör­sam­lega und­ir­strika mik­il­vægi þess sem ég sagði í ræðunni [á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um] með því að láta frá sér ótrú­lega niðrandi orðræðu þar sem að hann seg­ir að dóm­nefnd hafi í PC-væðingu sinni gefið mér þessi verðlaun í meðaumk­un fyr­ir að vera kona, að ég eigi þetta ekki skilið út frá spil­un­ar­töl­um, rakk­ar niður laga- og texta­smíðina og seg­ir svo að eina góða sé pródúser­ing­in og að ég hafi ör­ugg­lega fengið strák til að hjálpa mér við hana,“ skrif­aði Hild­ur í færsl­u á Facebook.

Frosti Logason.
Frosti Logason. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert