Enn beðið eftir niðurstöðu lífsýna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meint dýraníð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meint dýraníð. mbl.is/Rax

Rannsókn lögreglu á meintu dýraníði þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á tveimur hryssum stendur enn yfir. Niðurstöður úr rannsókn á fingraförum sem fundust í hesthúsinu í Garðabæ, þar sem meint brot átti sér stað milli jóla og nýárs, liggja fyrir. Lögreglan vildi ekki tjá sig frekar um niðurstöðu hennar.

Enn er beðið eftir niðurstöðu úr lífsýnarannsókn en lífsýni voru tekin af tveimur hryssum. Að sögn Helga Gunnarssonar, lögreglufulltrúa, sem fer með rannsókn málsins hafa önnur mál lögreglunnar verið í forgangi einkum Birnu-málið. Þar að auki hafi komið upp alvarleg nauðgunarmál sem hafa fengið forgang í greiningu á lífsýnum. En niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega. 

Eig­end­ur hross­anna sem til­kynntu meinta kyn­ferðis­lega mis­notk­un á þeim fundu sleipi­efni, ol­í­ur og plast­hanska í hest­húsi sínu. Eng­ir áverk­ar fund­ust á hross­un­um en um­merki um kyn­ferðis­lega mis­notk­un fund­ust á að minnsta kosti tveim­ur hryss­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert