Snýst um hvort þú nennir að æfa þig

Birgir Jónsson með trommukjuðana.
Birgir Jónsson með trommukjuðana.

Konur geta alveg spilað á trommur, hvort sem spilað er fast eða laust. Við þurfum fleiri stelpur í tónlistarsenuna og miklu fleiri stelpur sem tromma.

Þetta skrifar Birgir Jónsson, trommuleikari í rokkhljómsveitinni Dimmu, á Facebook-síðu sína í gær. Frosti Logason, útvarpsmaður, fjallaði um í Harmageddon á X977 fyrir helgi að strákar væru betur til þess fallnir að spila á trommur í þungarokki eða dauðarokki.

Frosti gagnrýndi það einnig að Hildur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir hefði hlotið verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir lag ársins. Hildi var boðið að koma í Harmageddon í morgun en afþakkaði það og sagðist ekki nenna að hlusta á hrútskýringar hans. 

Frétt mbl.is: Nennir ekki að hlusta á hrútskýringar Frosta

„Ég er karlmaður. Og þungarokkstrommari. Og lem mjög fast. Það er ekki líkamlega erfitt, ef það væri það þá myndi það ekki grúva vel og ég myndi líta út eins og grískt goð. Þetta er því miður mýta,“ skrifar Birgir.

Hann segir það því miður að staðreynd að bransinn sé karllægur og það þurfi að breytast. Birgir bendir á að  Stelpur rokka sé gott framtak, hann hafi gefið þeim trommusett og Dimma hafi greitt þátttökugjöld fyrir nokkra þátttakendur.

Það þarf að skapa fyrirmyndir fyrir stelpur og sýna þeim að þær geti og megi vera með,“ skrifar Birgir en hann spilaði með fullt af krökkum í Eldborg í gær. „Það var hellingur af stelpum með trommukjuða, bassa og allskonar sem hefði þótt fréttnæmt fyrir örfáum árum. Alveg rosalega flott þróun.

Hann segir að þegar allt kemur til alls snúist hæfileikar ekkert um kyn. „En á endanum hafa hæfni og hæfileikar ekkert með kyn að gera. Þetta snýst bara um hvort þú nennir að æfa þig. Svo einfalt er það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert