Ummæli ráðherra olía á eldinn

Svavar á mótmælunum í gær.
Svavar á mótmælunum í gær.

„Þessi ummæli hella bara olíu á eldinn. Þessi aðgerð er búin að sitja nógu lengi á hakanum,“ segir Svavar Pétur Ey­steins­son, bóndi á Karls­stöðum í Beruf­irði í sam­tali við mbl.is, um ummæli Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra í Fréttablaðinu í dag.

Mót­mæl­end­ur lokuðu þjóðvegi 1, Berufjarðavegi í um tvær klukkustundir í gær í mót­mæla­skyni vegna ákvörðunar sam­gönguráðherra um niður­skurð til fram­kvæmda í sam­göngu­mál­um sem koma niður á upp­bygg­ingu veg­ar­ins um fjörðinn.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Jóni að mótmæli heimamanna muni engu breyta þar sem búið sé að taka ákvörðun um forgangsröðun í vegaframkvæmdum. Þó segist hann vona að meira fjármagn verði til umráða á næsta ári svo hægt sé að klára veginn. 

Svavar segist vera þeirrar skoðunar að samgönguráðherra sé ekki starfi sínu vaxinn. „Þessi orð samgönguráðherra, að hann ætli ekki að hlusta á okkar kröfur, koma afar illa við okkur,“ segir Svavar. „Það er mitt mat að hann sé ekki starfi sínu vaxinn ef hann getur ekki staðið við þessi helstu kosningaloforð, þ.e. að styrkja innviði. Þessi vegur var á áætlun, það átti að fara í þetta í ár og klára á næsta ári.“

Hann segir að hópurinn stefni að því að halda mótmælaaðgerðum áfram og segir mikla óánægju ríkja á svæðinu. „Síðan veit ég að Borgfirðingar og Hornfirðingar eru líka brjálaðir vegna framkvæmda þar sem fóru undir hnífinn. Við erum hvergi af baki dottin.“

Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert