34 mál rannsökuð eftir kaup á skattagögnum

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Í kjölfar kaupa skattrannsóknarstjóra á gögnum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum voru 34 mál tekin til rannsóknar. Undandreginn skattstofn í málunum er allt frá því að vera í milljónum talið upp í hundruð milljóna, en flest málanna lúta að tugum milljóna.

Rannsókn er lokið í þremur málanna og hefur tveimur þeirra verið vísað til héraðssaksóknara. Rannsókn fjögurra mála er á lokastigi og rannsókn 22 annarra mála er í gangi. Rannsókn á fimm málum hefur hins vegar verið felld niður. Þetta kemur fram í skriflegu svari Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn mbl.is.

Til viðbótar við málin 34 voru önnur mál sem komu fram í gögnunum sem annaðhvort voru í rannsókn á þeim tíma eða höfðu verið í rannsókn.

Í nóvember var greint frá því að samtals hefðu fjöru­tíu og sex mál sem varða stór­felld skatta­laga­brot verið send til sak­sókn­ara eft­ir rann­sókn­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóra á gögn­um af­l­ands­fé­laga. Í febrúar var greint frá því að fimm málanna hefðu farið til héraðssaksóknara. Af þeim eru tvö mál sem komu til vegna kaupa skattrannsóknarstjóra á umræddum gögnum.

Voru gögnin keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna, en þau koma frá útibúi HSBC-bankans í Sviss. Lak fyrrverandi starfsmaður bankans gögnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert