Telur að mjólk muni hækka í verði

Frumvarpið virðist koma forystumönnum bænda og mjólkuriðnaðarins á óvart.
Frumvarpið virðist koma forystumönnum bænda og mjólkuriðnaðarins á óvart. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta verður allt annað umhverfi fyrir mjólkurframleiðslu en unnið hefur verið eftir. Alveg nýr veruleiki. Mér sýnist að mjólkurframleiðsla á Íslandi muni helmingast á tiltölulega skömmum tíma, verði þetta framkvæmt.“

Þetta segir Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, í Morgunblaðinu í dag,  um frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra. Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum og formaður Landssambands kúabænda, telur að verð á algengustu mjólkurvörum, það er drykkjarmjólk, osti og smjöri, muni hækka talsvert í verði.

Frumvarpsdrögin gera meðal annars ráð fyrir því að þrengdar verði undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Þá verði afurðastöðvum óheimilt að semja um verkaskiptingu og verðtilfærslur á milli einstakra afurða. Frumvarpið virðist koma forystumönnum bænda og mjólkuriðnaðarins á óvart, að því er fram kemur í umfjöllun um það í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert