Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg

Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi.
Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður VG, ræddi um orð Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Bylgjuna fyrr í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði Benedikt m.a. að það hafi verið siðlaust af Alþingi að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun.

Katrín sagði Alþingi ekki geta setið undir þessum ummælum. „Ef þessi ummæli standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Það er spurning hvort að hæstvirtur ráðherra vilji nýta tækifæri núna  til þess að endurskoða þessa afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“

Benedikt sagði í svari sínu að honum fyndist leitt hversu miklu uppnámi orð hans í umræddu viðtali hafi valdið. „Sérstaklega því ég heyri í umræðum að menn virðast að mestu leyti efnislega sammála í málinu en umræðan snýst að mestu leyti um orðalag,“ sagði Benedikt.

Benti hann á orð Kolbeins Óttarssonar Proppé í viðtali við Fréttatímann fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar samgönguáætlunina „innantómt kosningaplagg“ og „hrein og klár svik“.

„Það er greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða sé til þess að nota stór orð. Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að horfa á aðdragandann,“ sagði Benedikt og benti á að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var fjármálaáætlun samþykkt á Alþingi.  „Í fjármálaáætlun var ekki svigrúm fyrir samgönguáætlun og þetta vissu menn.“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þá vitum við það“

„Þá vitum við það,“ sagði Katrín þegar hún kom aftur í pontu. „Ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa þá liggur það bara fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag heldur voru þetta mjög stór orð sem ráðherra lét falla og þá liggur bara fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti gagnvart Alþingi. En hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín.

Nefnir hún að í sama viðtali hafi Benedikt jafnframt sagt að á þeim tíma sem samgönguáætlun var samþykkt af „stjórnlausu þingi“ því það var engin ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem fjárlög voru samþykkt.

„Er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og ef ekki sé ríkisstjórn með meiri hluta á bak við sig sé Alþingi stjórnlaust? Er þá Alþingi undir stjórn núna? Og undir stjórn hvers?“ spurði Katrín.

„Drukknaði ég?“

Benedikt kom í pontu og sagði að aftur snerist umræðan um orðaval og þegar hann sagði stjórnlaust þing hefði hann frekar átt að segja ríkisstjórnarlaust þing. „Þarna var ég að vísa í að það var ekki starfandi ríkisstjórn með meirihluta. Þarna er aftur verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verði ljósari mörgum þingmönnum hefðu þeir hlustað á viðtalið,“ sagði Benedikt.

Sagði hann jafnframt mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. „Ég held að það  sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast eða gerist,“ sagði Benedikt og bætti við : „Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árekstri? Það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt.

Sakaði ráðherra um útúrsnúning

Síðar í óundirbúna fyrirspurnartímanum kom Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG í pontu. Þar sagði hann Benedikt hafa snúið úr orðum sínum í fyrrnefndu viðtali við Fréttatímann. 

„Ég talaði um það að þeir þingmenn sem samþykktu bæði samgönguáætlun og fjárlög hlytu að líta á samgönguáætlunina sem marklaust kosningaplagg," sagði Kolbeinn. „Þar af eru 11 þingmenn og þar af 3 samráðherrar hæstvirts ráðherra. Ég er betur alinn upp en svo að ég kalli þá ráðherra siðlausa þó ég skeyti atviksorðinu nánast þar á undan.“

Þegar að Benedikt kom næst í pontu sagði hann að honum þætti leitt að hafa „valdið þingmanni uppnámi með því að vitna í orð hans í þessu viðtali.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar á landinu og vindhraðinn þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...