Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg

Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi.
Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður VG, ræddi um orð Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Bylgjuna fyrr í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði Benedikt m.a. að það hafi verið siðlaust af Alþingi að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun.

Katrín sagði Alþingi ekki geta setið undir þessum ummælum. „Ef þessi ummæli standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Það er spurning hvort að hæstvirtur ráðherra vilji nýta tækifæri núna  til þess að endurskoða þessa afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“

Benedikt sagði í svari sínu að honum fyndist leitt hversu miklu uppnámi orð hans í umræddu viðtali hafi valdið. „Sérstaklega því ég heyri í umræðum að menn virðast að mestu leyti efnislega sammála í málinu en umræðan snýst að mestu leyti um orðalag,“ sagði Benedikt.

Benti hann á orð Kolbeins Óttarssonar Proppé í viðtali við Fréttatímann fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar samgönguáætlunina „innantómt kosningaplagg“ og „hrein og klár svik“.

„Það er greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða sé til þess að nota stór orð. Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að horfa á aðdragandann,“ sagði Benedikt og benti á að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var fjármálaáætlun samþykkt á Alþingi.  „Í fjármálaáætlun var ekki svigrúm fyrir samgönguáætlun og þetta vissu menn.“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þá vitum við það“

„Þá vitum við það,“ sagði Katrín þegar hún kom aftur í pontu. „Ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa þá liggur það bara fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag heldur voru þetta mjög stór orð sem ráðherra lét falla og þá liggur bara fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti gagnvart Alþingi. En hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín.

Nefnir hún að í sama viðtali hafi Benedikt jafnframt sagt að á þeim tíma sem samgönguáætlun var samþykkt af „stjórnlausu þingi“ því það var engin ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem fjárlög voru samþykkt.

„Er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og ef ekki sé ríkisstjórn með meiri hluta á bak við sig sé Alþingi stjórnlaust? Er þá Alþingi undir stjórn núna? Og undir stjórn hvers?“ spurði Katrín.

„Drukknaði ég?“

Benedikt kom í pontu og sagði að aftur snerist umræðan um orðaval og þegar hann sagði stjórnlaust þing hefði hann frekar átt að segja ríkisstjórnarlaust þing. „Þarna var ég að vísa í að það var ekki starfandi ríkisstjórn með meirihluta. Þarna er aftur verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verði ljósari mörgum þingmönnum hefðu þeir hlustað á viðtalið,“ sagði Benedikt.

Sagði hann jafnframt mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. „Ég held að það  sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast eða gerist,“ sagði Benedikt og bætti við : „Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árekstri? Það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt.

Sakaði ráðherra um útúrsnúning

Síðar í óundirbúna fyrirspurnartímanum kom Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG í pontu. Þar sagði hann Benedikt hafa snúið úr orðum sínum í fyrrnefndu viðtali við Fréttatímann. 

„Ég talaði um það að þeir þingmenn sem samþykktu bæði samgönguáætlun og fjárlög hlytu að líta á samgönguáætlunina sem marklaust kosningaplagg," sagði Kolbeinn. „Þar af eru 11 þingmenn og þar af 3 samráðherrar hæstvirts ráðherra. Ég er betur alinn upp en svo að ég kalli þá ráðherra siðlausa þó ég skeyti atviksorðinu nánast þar á undan.“

Þegar að Benedikt kom næst í pontu sagði hann að honum þætti leitt að hafa „valdið þingmanni uppnámi með því að vitna í orð hans í þessu viðtali.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Í gær, 22:12 Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048.  Meira »

Íslendingur listrænn stjórnandi Dunkirk

Í gær, 21:28 Á miðvikudaginn var frumsýnd á Íslandi stórmyndin Dunkirk eftir einn virtasta kvikmyndaleikstjóra samtímans, Christopher Nolan. Myndin sem fjallar um flótta Breta frá samnefndri borg í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefur hlotið framúrskarandi dóma. Meira »

Biður fólk að mæta á mótið

Í gær, 21:15 „Ég veit það ekki alveg, þetta var eiginlega meiri tilviljun en ígrunduð ákvörðun,“ segir Guðmundur Einarsson, kylfingur og rútubílstjóri Isavia, spurður um styrktargreiðslur sínar til samtakanna Einstakra barna. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

Í gær, 20:34 Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

Í gær, 19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

Í gær, 19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

Í gær, 19:05 Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

Í gær, 18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

Í gær, 18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

Í gær, 17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

Í gær, 17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

Í gær, 16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

Í gær, 15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Í gær, 16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

Í gær, 16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

Í gær, 15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...