Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg

Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi.
Katrín Jakobsdóttir spurði út í orð Benedikts Jóhannessonar á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður VG, ræddi um orð Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Bylgjuna fyrr í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði Benedikt m.a. að það hafi verið siðlaust af Alþingi að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun.

Katrín sagði Alþingi ekki geta setið undir þessum ummælum. „Ef þessi ummæli standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Það er spurning hvort að hæstvirtur ráðherra vilji nýta tækifæri núna  til þess að endurskoða þessa afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“

Benedikt sagði í svari sínu að honum fyndist leitt hversu miklu uppnámi orð hans í umræddu viðtali hafi valdið. „Sérstaklega því ég heyri í umræðum að menn virðast að mestu leyti efnislega sammála í málinu en umræðan snýst að mestu leyti um orðalag,“ sagði Benedikt.

Benti hann á orð Kolbeins Óttarssonar Proppé í viðtali við Fréttatímann fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar samgönguáætlunina „innantómt kosningaplagg“ og „hrein og klár svik“.

„Það er greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða sé til þess að nota stór orð. Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að horfa á aðdragandann,“ sagði Benedikt og benti á að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var fjármálaáætlun samþykkt á Alþingi.  „Í fjármálaáætlun var ekki svigrúm fyrir samgönguáætlun og þetta vissu menn.“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þá vitum við það“

„Þá vitum við það,“ sagði Katrín þegar hún kom aftur í pontu. „Ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa þá liggur það bara fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag heldur voru þetta mjög stór orð sem ráðherra lét falla og þá liggur bara fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti gagnvart Alþingi. En hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín.

Nefnir hún að í sama viðtali hafi Benedikt jafnframt sagt að á þeim tíma sem samgönguáætlun var samþykkt af „stjórnlausu þingi“ því það var engin ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem fjárlög voru samþykkt.

„Er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og ef ekki sé ríkisstjórn með meiri hluta á bak við sig sé Alþingi stjórnlaust? Er þá Alþingi undir stjórn núna? Og undir stjórn hvers?“ spurði Katrín.

„Drukknaði ég?“

Benedikt kom í pontu og sagði að aftur snerist umræðan um orðaval og þegar hann sagði stjórnlaust þing hefði hann frekar átt að segja ríkisstjórnarlaust þing. „Þarna var ég að vísa í að það var ekki starfandi ríkisstjórn með meirihluta. Þarna er aftur verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verði ljósari mörgum þingmönnum hefðu þeir hlustað á viðtalið,“ sagði Benedikt.

Sagði hann jafnframt mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. „Ég held að það  sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast eða gerist,“ sagði Benedikt og bætti við : „Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árekstri? Það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt.

Sakaði ráðherra um útúrsnúning

Síðar í óundirbúna fyrirspurnartímanum kom Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG í pontu. Þar sagði hann Benedikt hafa snúið úr orðum sínum í fyrrnefndu viðtali við Fréttatímann. 

„Ég talaði um það að þeir þingmenn sem samþykktu bæði samgönguáætlun og fjárlög hlytu að líta á samgönguáætlunina sem marklaust kosningaplagg," sagði Kolbeinn. „Þar af eru 11 þingmenn og þar af 3 samráðherrar hæstvirts ráðherra. Ég er betur alinn upp en svo að ég kalli þá ráðherra siðlausa þó ég skeyti atviksorðinu nánast þar á undan.“

Þegar að Benedikt kom næst í pontu sagði hann að honum þætti leitt að hafa „valdið þingmanni uppnámi með því að vitna í orð hans í þessu viðtali.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »
Renault Grand Scenic 7 manna til sölu
RENAULT MEGANE SCENIC BOSE Ásett verð 3.490.000.- Árgerð: 2015 Akstur: 33 þ.k...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...