Styttist í að rannsókn ljúki

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að vinna í því að klára rannsóknina á máli Birnu Brjánsdóttur. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns eru niðurstöður úr rannsóknum á lífssýnum að berast annað slagið en þær eru ekki allar komnar.

„Við klárum þetta um leið og síðasta niðurstaðan er komin. Þá verður hún sett inn í málið,“ segir Grímur og bætir við að markmiðið sé að klára málið um miðjan mánuðinn.

Þá mun héraðssaksóknari fá málið í sínar hendur og ákveða hvort ákæra verður gefin út á hendur manninum sem er grunaður um að hafa valdið dauða Birnu.

Ekkert yfirheyrður síðan í síðustu viku

Að sögn Gríms hefur hann ekkert verið yfirheyrður síðan í síðustu viku. „Við munum væntanlega yfirheyra hann áður en yfir lýkur en það liggur ekkert fyrir hvenær  það verður gert.“

Héraðsdóm­ur Reykja­ness staðfesti fyrir viku síðan áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um. Veitt var heimild fyrir 4 vikna gæslu­v­arðhaldi til viðbót­ar en hann er nú vistaður í fang­els­inu á Hólms­heiði.

Sjö vikur eru liðnar síðan maður­inn var fyrst úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert