Ríkissáttasemjari býr sig undir næstu samningalotu

Vöfflubaksturinn. Táknrænt er að þegar vöfflulyktin liðast um húsakynni ríkissáttasemjara …
Vöfflubaksturinn. Táknrænt er að þegar vöfflulyktin liðast um húsakynni ríkissáttasemjara þá er víst að samningar hafi náðst og samningsaðilar tekið gleði sína á ný. Elísabet S. Ólafsdóttir hefur séð um baksturinn lengi. mbl.is/Árni Sæberg

Ein kjaradeila er á borði ríkissáttasemjara sem stendur. „En við erum að búa okkur undir næstu lotu,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri.

Hún segir að margir kjarasamningar verði lausir á þessu ári og kunni sumir þeirra að verða erfiðir úrlausnar og krefjast þátttöku ríkissáttasemjara. Það eigi eftir að koma í ljós.

Meðal samninga sem eru lausir nú þegar eru kjarasamningar lækna og hefur Læknafélag Íslands verið að undirbúa kröfugerð sína. Í sumar rennur svo út gerðardómur í máli BHM-félaganna og ríkisins. Einnig samningur BHM við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þessar kjaradeilur kunna að rata til ríkissáttasemjara, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert