Byrja hrefnuveiðar eftir um mánuð

Hrefnuveiðar gætu hafist senn.
Hrefnuveiðar gætu hafist senn.

Hrefnuveiðar í Faxaflóa gætu byrjað eftir rúman mánuð, en tveir bátar verða notaðir til veiða í sumar; Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE. Það er IP-útgerð sem stendur fyrir veiðunum og vinnslu á afurðum í Hafnarfirði.

Gunnar Bergmann framkvæmdastjóri segir að birgðir frá síðasta sumri séu langt komnar, en kjötið er bæði selt í verslunum og til veitingahúsa, að því er fram kemur í umfjöllun um fyrirhugaðar veiðar í Morgunblaðinu í dag.

Í fyrrasumar var fyrsta dýrið veitt 24. apríl, en alls veiddust þá 46 hrefnur. Árið 2015 voru 29 hrefnur veiddar, en það ár var hrefnukjöt flutt inn frá Noregi. Gunnar segir að innanlands sé markaður fyrir kjöt af rúmlega 50 dýrum, en hrefnukvóti Íslendinga er upp á 224 dýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert