Marple komið strax aftur á dagskrá

Verjendur sakborninga í Marple-málinu í héraðsdómi við fyrri aðalmeðferð málsins …
Verjendur sakborninga í Marple-málinu í héraðsdómi við fyrri aðalmeðferð málsins árið 2015. mbl.is/Árni Sæberg

Aðeins tveimur vikum eftir að Hæstiréttur ógilti niðurstöðu héraðsdóms í Marple-málinu og vísaði því aftur í hérað er það komið á dagskrá dómstólsins. Fyrsta fyrirtaka málsins að nýju fór fram í dag, en ekki þarf að þingfesta málið þar sem slíkt hafði áður verið gert.

Málið var upphaflega flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í september árið 2015 og féll dómur í október sama ár. Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings, var dæmd­ur í sex mánaða fang­elsi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­um banka­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og Skúli Þor­valds­son fjárfestir var dæmd­ur í sex mánuði. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­um fjár­mála­stjóri bank­ans var sýknuð af öll­um ákær­um.

Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, en síðar voru upptökubeiðnir gegn fjórum af þeim fimm félögum sem ákæran náði til dregnar til baka og nær málið því núna aðeins til félagsins Marple og þeirra einstaklinga sem voru ákærðir í málinu.

Vegna þessa er örlítil breyting á gögnum málsins og verður gagnaframlagning aftur tekin fyrir á fyrirtöku 27. mars.

Símon Sigvaldason héraðsdómari er dómsformaður málsins eins og við fyrri umferð þess í héraði. Auk hans voru tveir meðdómarar, meðal annars Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að Ásgeir brysti hæfi, einkum vegna um­mæla og at­hafna á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann lýsti ein­dreg­inni af­stöðu sinni um mál­efni bank­ans og stjórn­enda hans.

Taldi Hæstirétt­ur óhjá­kvæmi­legt að virt­um at­vik­um máls­ins að líta svo á að um­rædd til­vik gæfu til­efni til að draga með réttu í efa að meðdómsmaður­inn hefði verið óhlut­dræg­ur í garð ákærðu við meðferð máls­ins í héraði, að því er fram kem­ur í úr­sk­urði rétt­ar­ins. Var málinu því vísað á ný í hérað.

Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari málsins.
Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari málsins. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert