Hefja væntanlega leit fljótlega

Björgunarsveitarfólk að störfum.
Björgunarsveitarfólk að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun funda fljótlega með svæðisstjórn björgunarsveita og væntanlega verður björgunarsveitarfólk kallað til leitar að Art­ur Jarmosz­ko sem ekkert hefur spurst til síðan skömmu fyrir miðnætti 28. febrúar.

Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa skiluðu gögn úr síma Arturs litlum árangri en í nótt hefur verið farið yfir GPRS-gögn úr síma hans og verður leitað út frá því sem þar kemur fram. 

Artur hefur ekkert notað símann frá því þetta kvöld en síðast sást til hans í eftirlitsmyndavélum í miðborginni þetta kvöld.

Art­ur er pólsk­ur en hef­ur verið bú­sett­ur á Íslandi um nokk­urt skeið. Hann er 186 sm hár og með græn augu og stutt dökkt hár. Hann er tal­inn vera klædd­ur í svarta úlpu eða mittisjakka, blá­ar galla­bux­ur og hvíta striga­skó. 

Uppfært 11.02:
Leitað verður eftir strandlengjunni á Kársnesi í Kópavogi og verður ræst út um hádegi. Leitarsvæðið var ákveðið út frá farsímagögnum. 

Artur Jarmoszko.
Artur Jarmoszko. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert