Heimsfrægir göngugarpar í Hörpu

Gengið upp frá Dagverðará og horft til suðausturs.
Gengið upp frá Dagverðará og horft til suðausturs. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Ferðafélag Íslands á 90 ára afmæli á þessu ári en það eru ein stærstu félagasamtök landsins og eru félagar hátt í tíu þúsund talsins. Fyrsti stórviðburður afmælisársins er Háfjallakvöldið í Hörpu í kvöld en þau hafa verið haldin um nokkurra ára skeið. 

Meðal framsögumanna eru Gerlinde Kaltenbrunner sem varð heimsfræg árið 2011 þegar hún náði tindi K2 í sinni sjöundu tilraun. Um leið varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tinda veraldar án viðbótarsúrefnis.

Einnig Peter Habeler sem er einn frægasti fjallgöngumaður sögunnar en árið 1978 varð hann ásamt Reinhold Messner fyrstur til að sigrast á hæsta fjalli heims, Everest, án viðbótarsúrefnis. 

Peter Habele og Gerlinde Kaltenbrunner.
Peter Habele og Gerlinde Kaltenbrunner. Ljósmynd/Hugrún Halldórsdóttir

Þá munu Ólafur Már Björnsson og Tómas Guðbjartsson læknar sýna stórbrotnar ljósmyndir og myndbönd, sem sum eru tekin með flygildum, frá helstu náttúrperlum Íslands, m.a. frá Kverkfjöllum, Vonarskarði, Þjórsárverum, Holuhrauni, Birnudalstindi og Ljósufjöllum á Snæfellsnesi.

Hópurinn með jökulinn í baksýn. Ytri þúfa til vinstri og …
Hópurinn með jökulinn í baksýn. Ytri þúfa til vinstri og Miðþúfa, hæsti tindurinn, f. miðju. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Ferðin tók alls átta klukkustundir.
Ferðin tók alls átta klukkustundir. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Haldið upp gljúfrin við Dagverðará á leið upp Snæfellsjökul.
Haldið upp gljúfrin við Dagverðará á leið upp Snæfellsjökul. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert