Komst á tindinn eftir sjö tilraunir

Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað.
Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde Kaltenbrunner er sennilega frægasta núlifandi fjallgöngukona í heiminum. Hún varð heimsfræg í ágúst 2011 þegar hún náði tindi K2 í sinni sjöundu tilraun og um leið varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla fjórtán hæstu tinda veraldar án viðbótarsúrefnis. 

Gerlinde heldur erindi á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem hún er heiðursgestur. Þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands en í þetta sinn mun hún ekki hafa tíma til að ganga á fjöll. 

„Erindið verður aðallega um K2, annað hæsta fjall heims, sem ég reyndi sjö sinnum að klífa áður en ég komst á toppinn. Ég á í mjög sérstöku sambandi við fjallið sem er erfiðasta en jafnframt það fallegasta sem ég hef klifið,“ segir Gerlinde. Hún ætlar að tala um hliðstæður fjallklifurs á öðrum sviðum lífsins til að veita fólki innblástur til að ná markmiðum sínum. 

Áhuginn þarf að koma frá hjartanu

„Mikilvægast er að vera gagntekinn áhuga, að finna áhugann koma frá hjartanu þannig að maður hafi metnað til að gera allt sem í manns valdi stendur til að ná markmiðinu. Á fjallinu þarftu líka að vera meðvitaður um áhættu. Stundum þurfti ég að hörfa til baka þegar aðeins hundrað metrar voru í tindinn, því ég vissi að ef ég héldi áfram þá sneri ég ekki til baka. Það þarf að hlusta á innsæið og hafa fulla meðvitund um líkama og hug til að taka næsta skref.“

Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil ...
Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil 7849 metra hæð. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde er austurrísk, fædd 1970, og er menntaður hjúkrunarfræðingur. Hún fékk fyrst áhuga á fjallgöngu á unga aldri þegar prestur í þorpinu tók upp á því að ganga reglulega með hóp af krökkum á fjöll. Síðan byrjaði hún á bergklifri og ísklifri og þá var ekki aftur snúið. 

„Fyrir mig var þetta svo heillandi, að klífa fjallið og finna fyrir líkamanum á meðan. Að finna náttúruna og vera tengd henni. Ég gat verið í augnablikinu og fann frelsistilfinningu. Þetta varð minn lífsstíll. Á mörgum leiðöngrum vorum við algjörlega ein, fjarri siðmenningu og þá lærist að maður þarf ekki mikið til að öðlast hamingju,“ segir Gerlinde þegar hún var spurð hvað hefði ýtt henni út í atvinnufjallklifur. 

Á leiðinni upp á tind K2.
Á leiðinni upp á tind K2. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Missti vin á K2

Að klífa hæstu fjöll heims er hættuleg íþrótt en fimmti hver maður sem reynir að komast á tind K2 lætur lífið. Eðli málsins samkvæmt hefur Gerlinde lent í ýmsu á löngum ferli. 

„Það voru nokkrar erfiðar uppákomur. Ein var þegar ég varð undir snjóflóði þegar ég lá inni í tjaldi í sex þúsund metra hæð. Það var eina augnablikið sem ég hugsaði um að hætta,“ segir Gerlinde.

„Hitt tók mig langan tíma að komast yfir. Þá missti ég góðan vin á K2 í sjöttu tilraun. Við vorum í um 8300 metra hæð og vildum komast á tindinn saman. Hann var rétt hjá mér en allt í einu missti hann jafnvægið og féll þúsund metra. Í fyrsta og eina skiptið í lífinu leið mér eins og ég hefði brugðist. Þarna hugsaði ég að fjallinu líkaði ekki við mig og ég var ekki viss hvort ég myndi snúa aftur.“

Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims.
Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Úrkomumet slegið á Austfjörðum

00:30 Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði var úrkomumet slegið á laugardaginn. Þar var mesta úrkoma á sólarhring í júnímánuði. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kona í staðinn fyrir hús

Í gær, 21:20 Ég var aldrei barn, grunnsýning Byggðasafns Vestfjarða, var ekki að ósekju opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní. Enda hverfist hún um Karítas Skarphéðinsdóttur, fiskverkakonu á Ísafirði á öndverðri tuttugustu öldinni, kvenskörung mikinn og baráttukonu fyrir bættum kjörum og aðbúnaði fiskvinnslufólks. Meira »

Hagkvæmara að flytja inn frá Evrópu

Í gær, 21:18 „Hugmyndin að opnun Costco á Íslandi var fyrst sett fram af kanadísku deildinni okkar. Forsvarsmenn okkar í Kanada höfðu tekið eftir því að töluvert var pantað af vörum frá þeim til Íslands og sáu tækifæri í því að setja upp hliðstæða starfsemi þar og þeir höfðu þróað á Nýfundnalandi.“ Meira »

Rörasprengja í strætóskýli í Kópavogi

Í gær, 20:46 Sprengjudeild sérsveitarinnar var kölluð að Hlíðarvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið eftir að tilkynnt var um óþekktan hlut í strætóskýli við götuna. Það var lögregla sem kallaði sérsveitina til, en henni barst ábending frá vegfaranda. Meira »

Óvenjumargar steypireyðar

Í gær, 20:07 Óvenjumargar steypireyðar hafa sést í Skjálfandaflóa að undanförnu. Háir blástrar hafa blasað við farþegum hvalaskoðunarbáta á Skjálfanda þar sem sást til hvorki meira né minna en sex dýra í fyrradag. Þykir það óvenjumikið í einni og sömu ferðinni. Meira »

Helmingur fundargesta WOW frá Icelandair

Í gær, 19:51 „Í fljótu bragði sýnist mér að það hafi verið hátt í 150 manns á þessum fundi og ég get trúað því að af þeim hafi 70 til 80 verið flugmenn Icelandair sem vilja skoða hvað þessi vinnuveitandi hefur upp á að bjóða,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenska atvinnuflugmanna. Meira »

23 þúsund pennar á 11 árum

Í gær, 19:00 „Ég ætlaði aldrei að byrja að safna,“ segir Þröstur Ingi Guðmundsson pennasafnari, en hann hefur safnað rúmlega 23 þúsund pennum og skráir þá alla skilmerkilega. Meira »

Hálfi milljarðurinn gekk ekki út

Í gær, 19:14 Enginn var með allar tölur réttar þegar dregið var út í Vík­ingalottó. Fyrsti vinningur nam 523 milljónum króna en annar vinningur tæpum 28 milljónum. Meira »

Gönguhópur í sjálfheldu á Vestfjörðum

Í gær, 18:26 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna gönguhóps sem er í sjálfheldu á fjallinu Öskubak. Að minnsta kosti þrír hópar eru á leið á staðinn auk harðbotnabjörgunarbáts en skoða þarf hvort öruggara sé að komast að fólkinu frá landi eða sjó. Meira »

Engin landamæri á netinu

Í gær, 18:20 „Það eru engin sérstök landamæri á netinu frekar en áður þannig að það er alveg hægt að herja á hvaða tölvu sem er, óháð því í hvaða landi hún er,“ segir sérfræðingur um tölvuöryggismál. Tilmæli hans til almennings, fyrirtækja og stofnana eru skýr: Uppfærið hugbúnað. Meira »

Íslendingar leggja mest til UN Women

Í gær, 17:52 Landsnefnd UN Women á Íslandi leggur samtökunum til hæsta fjárframlag allra landsnefnda, óháð höfðatölu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim, fyrir árið 2016. Meira »

Fundaði með Paul Ryan

Í gær, 17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

Í gær, 17:07 Í Góða hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

Í gær, 15:37 Eldur kom upp við eldamennsku í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleytið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að ræsta. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

Í gær, 15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

Í gær, 16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

Í gær, 15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu-Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hópi sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

Í gær, 14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Húsnæði í boði
Húsnæði í boði Til leigu góð 2ja herb. íbúð í efra Breiðholti ca 70 fm, með yfir...
 
Úthlutun aflaheimildar
Tilkynningar
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Blaðbera á akureyri
Ófaglært starfsfólk
Blaðberar Morgunblaðið óskar eftir ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Félagsmenn í Félagi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...