Komst á tindinn eftir sjö tilraunir

Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað.
Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde Kaltenbrunner er sennilega frægasta núlifandi fjallgöngukona í heiminum. Hún varð heimsfræg í ágúst 2011 þegar hún náði tindi K2 í sinni sjöundu tilraun og um leið varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla fjórtán hæstu tinda veraldar án viðbótarsúrefnis. 

Gerlinde heldur erindi á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem hún er heiðursgestur. Þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands en í þetta sinn mun hún ekki hafa tíma til að ganga á fjöll. 

„Erindið verður aðallega um K2, annað hæsta fjall heims, sem ég reyndi sjö sinnum að klífa áður en ég komst á toppinn. Ég á í mjög sérstöku sambandi við fjallið sem er erfiðasta en jafnframt það fallegasta sem ég hef klifið,“ segir Gerlinde. Hún ætlar að tala um hliðstæður fjallklifurs á öðrum sviðum lífsins til að veita fólki innblástur til að ná markmiðum sínum. 

Áhuginn þarf að koma frá hjartanu

„Mikilvægast er að vera gagntekinn áhuga, að finna áhugann koma frá hjartanu þannig að maður hafi metnað til að gera allt sem í manns valdi stendur til að ná markmiðinu. Á fjallinu þarftu líka að vera meðvitaður um áhættu. Stundum þurfti ég að hörfa til baka þegar aðeins hundrað metrar voru í tindinn, því ég vissi að ef ég héldi áfram þá sneri ég ekki til baka. Það þarf að hlusta á innsæið og hafa fulla meðvitund um líkama og hug til að taka næsta skref.“

Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil ...
Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil 7849 metra hæð. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde er austurrísk, fædd 1970, og er menntaður hjúkrunarfræðingur. Hún fékk fyrst áhuga á fjallgöngu á unga aldri þegar prestur í þorpinu tók upp á því að ganga reglulega með hóp af krökkum á fjöll. Síðan byrjaði hún á bergklifri og ísklifri og þá var ekki aftur snúið. 

„Fyrir mig var þetta svo heillandi, að klífa fjallið og finna fyrir líkamanum á meðan. Að finna náttúruna og vera tengd henni. Ég gat verið í augnablikinu og fann frelsistilfinningu. Þetta varð minn lífsstíll. Á mörgum leiðöngrum vorum við algjörlega ein, fjarri siðmenningu og þá lærist að maður þarf ekki mikið til að öðlast hamingju,“ segir Gerlinde þegar hún var spurð hvað hefði ýtt henni út í atvinnufjallklifur. 

Á leiðinni upp á tind K2.
Á leiðinni upp á tind K2. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Missti vin á K2

Að klífa hæstu fjöll heims er hættuleg íþrótt en fimmti hver maður sem reynir að komast á tind K2 lætur lífið. Eðli málsins samkvæmt hefur Gerlinde lent í ýmsu á löngum ferli. 

„Það voru nokkrar erfiðar uppákomur. Ein var þegar ég varð undir snjóflóði þegar ég lá inni í tjaldi í sex þúsund metra hæð. Það var eina augnablikið sem ég hugsaði um að hætta,“ segir Gerlinde.

„Hitt tók mig langan tíma að komast yfir. Þá missti ég góðan vin á K2 í sjöttu tilraun. Við vorum í um 8300 metra hæð og vildum komast á tindinn saman. Hann var rétt hjá mér en allt í einu missti hann jafnvægið og féll þúsund metra. Í fyrsta og eina skiptið í lífinu leið mér eins og ég hefði brugðist. Þarna hugsaði ég að fjallinu líkaði ekki við mig og ég var ekki viss hvort ég myndi snúa aftur.“

Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims.
Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Lagersala
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Kr 3.900,- Kr 3.900,- Kr 3.900,- ...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...