Komst á tindinn eftir sjö tilraunir

Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað.
Hvert skref þarf að vera meðvitað og úthugsað. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde Kaltenbrunner er sennilega frægasta núlifandi fjallgöngukona í heiminum. Hún varð heimsfræg í ágúst 2011 þegar hún náði tindi K2 í sinni sjöundu tilraun og um leið varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla fjórtán hæstu tinda veraldar án viðbótarsúrefnis. 

Gerlinde heldur erindi á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem hún er heiðursgestur. Þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands en í þetta sinn mun hún ekki hafa tíma til að ganga á fjöll. 

„Erindið verður aðallega um K2, annað hæsta fjall heims, sem ég reyndi sjö sinnum að klífa áður en ég komst á toppinn. Ég á í mjög sérstöku sambandi við fjallið sem er erfiðasta en jafnframt það fallegasta sem ég hef klifið,“ segir Gerlinde. Hún ætlar að tala um hliðstæður fjallklifurs á öðrum sviðum lífsins til að veita fólki innblástur til að ná markmiðum sínum. 

Áhuginn þarf að koma frá hjartanu

„Mikilvægast er að vera gagntekinn áhuga, að finna áhugann koma frá hjartanu þannig að maður hafi metnað til að gera allt sem í manns valdi stendur til að ná markmiðinu. Á fjallinu þarftu líka að vera meðvitaður um áhættu. Stundum þurfti ég að hörfa til baka þegar aðeins hundrað metrar voru í tindinn, því ég vissi að ef ég héldi áfram þá sneri ég ekki til baka. Það þarf að hlusta á innsæið og hafa fulla meðvitund um líkama og hug til að taka næsta skref.“

Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil ...
Gerlinda á fjallinu Nuptse í Nepal í um það bil 7849 metra hæð. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Gerlinde er austurrísk, fædd 1970, og er menntaður hjúkrunarfræðingur. Hún fékk fyrst áhuga á fjallgöngu á unga aldri þegar prestur í þorpinu tók upp á því að ganga reglulega með hóp af krökkum á fjöll. Síðan byrjaði hún á bergklifri og ísklifri og þá var ekki aftur snúið. 

„Fyrir mig var þetta svo heillandi, að klífa fjallið og finna fyrir líkamanum á meðan. Að finna náttúruna og vera tengd henni. Ég gat verið í augnablikinu og fann frelsistilfinningu. Þetta varð minn lífsstíll. Á mörgum leiðöngrum vorum við algjörlega ein, fjarri siðmenningu og þá lærist að maður þarf ekki mikið til að öðlast hamingju,“ segir Gerlinde þegar hún var spurð hvað hefði ýtt henni út í atvinnufjallklifur. 

Á leiðinni upp á tind K2.
Á leiðinni upp á tind K2. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner

Missti vin á K2

Að klífa hæstu fjöll heims er hættuleg íþrótt en fimmti hver maður sem reynir að komast á tind K2 lætur lífið. Eðli málsins samkvæmt hefur Gerlinde lent í ýmsu á löngum ferli. 

„Það voru nokkrar erfiðar uppákomur. Ein var þegar ég varð undir snjóflóði þegar ég lá inni í tjaldi í sex þúsund metra hæð. Það var eina augnablikið sem ég hugsaði um að hætta,“ segir Gerlinde.

„Hitt tók mig langan tíma að komast yfir. Þá missti ég góðan vin á K2 í sjöttu tilraun. Við vorum í um 8300 metra hæð og vildum komast á tindinn saman. Hann var rétt hjá mér en allt í einu missti hann jafnvægið og féll þúsund metra. Í fyrsta og eina skiptið í lífinu leið mér eins og ég hefði brugðist. Þarna hugsaði ég að fjallinu líkaði ekki við mig og ég var ekki viss hvort ég myndi snúa aftur.“

Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims.
Á toppinum á K2, öðru hæsta fjalli heims. Ljósmynd/Gerlinde Kaltenbrunner
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tilnefndar til Ísnálarninnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...