Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp

Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar ...
Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar sem áform um los­un hafta voru kynnt. mbl.is/Golli

„Þetta er gríðarlega jákvætt skref og dagur sem búið er að bíða eftir í mörg ár. Að því hefur verið stefnt allan tímann að losa höft á almenning og atvinnulíf. Það er því ánægjulegt að sjá að planið sem lagt var upp með hefur gengið upp,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi.

Sigurður segir hins vegar skrýtið að sjá að vogunarsjóðirnir hafi verið settir í fyrsta sæti en ekki almenningur. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Það hefði verið hægt að stíga þetta skref í dag án þess að semja við þá en með því er í raun verið að setja vogunarsjóðina í fyrsta sæti,“ segir Sigurður.

mbl.is - Öll fjármagnshöft afnumin

Bættu stöðu sína með því að fylgja ekki leikreglum

Með útboði Seðlabankans í júní í fyrra var sjóðunum sem eiga yfir hundrað milljarða í aflandskrónum boðið upp á tvo kosti. Annar var að taka þátt í útboðinu eða vera með fjármagn hér til langs tíma. Seðlabankinn samþykkti tilboð frá einum sjóði en aðrir skiluðu inn tilboðum sem þóttu ekki ásættanleg.

Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur nú verið samið við stærsta hluta eiganda þessara aflandskróna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri og er viðmiðunargengið í viðskiptunum 137,5 krónur fyrir evruna, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Sigurður segir að með þessu sé veðmál vogunarsjóðanna að ganga upp. „Þeir sem ákváðu að spila ekki eftir reglunum bættu í raun stöðu sína. Af útreikningum mínum í fljótu bragði sýnist mér þessir sjóðir hafa hagnast um 21 milljarð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“ segir Sigurður.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra ...
Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynntu afnám gjaldeyrishafta á fundi fyrr í dag. mbl.is/Golli

Aðstæður með besta móti 

Tilboð stjórnvalda til þessara vogunarsjóða í útboðinu í júní hljóðaði upp á 190 krónur fyrir evruna en nú er það 137 krónur. Sigurður segir það ekki góð skilaboð hjá stjórnvöldum að verðlauna þá sem ekki vilja fylgja leikreglunum. „Þessir aðilar hafa gengið mjög hart fram til dæmis með því að birta auglýsingar hér á landi rétt fyrir kosningar og höfðað mál hér á landi og erlendis. Lee Buchheit taldi það eindæmi að vogunarsjóðirnir beittu sér með þessum hætti,“ segir Sigurður.

Sigurður er afar jákvæður fyrir komandi tímum. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp en burtséð frá því þá er ég mjög ánægður með það að við skulum hafa fengið þessar fréttir í dag að það sé búið að afnema höft á almenning og atvinnulíf. Eins og ég hef bent á undanfarna daga hef ég talið aðstæður með besta móti núna og í rauninni ekki eftir neinu að bíða. Því fagna ég því að þessi skref hafi verið stigin í dag,“ segir Sigurður.

Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur.
Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Telur að krónan styrkist og vextir muni lækka 

Hvaða áhrif telur þá að afnám hafta hafi á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi?

„Það kæmi mér ekki á óvart að erlendir fjárfestar myndu líta til Íslands í meira mæli. Höftin eru flókin fyrir utanaðkomandi aðila, auka á flækjustig og fæla þannig fjárfesta frá landinu. Þá kæmi mér það heldur ekki á óvart að krónan myndi styrkjast að öllu óbreyttu en svo á maður eftir að sjá hvað Seðlabankinn gerir varðandi vexti. Ég tel blasa við að það þurfi að lækka vexti til að bregðast við sífellt sterkari krónu,“ segir Sigurður. 

Hann segir ávöxtun hafa verið afar góða hér á landi undanfarið þar sem vextir hafa verið háir. „Fólk er ekki að fjárfesta erlendis því það fær svo góða vexti hér. Það laðar fólk til landsins og niðurstaðan er sterkari króna. Nú er búið að afnema höftin, vextirnir lækka líklegast og þar með kemst jafnvægi á krónuna og flæði fjármagns.“

Hvaða áhrif hefur afnám hafta á hinn almenna borgara?

„Hinn almenni borgari mun í sjálfu sér ekki finna mikið fyrir afnámi hafta til skamms tíma litið. Höftin kosta mikið og til lengri tíma rýra þau lífsgæði. Þau fæla í burtu fjárfesta og þar með uppbyggingu sem ella hefði orðið þannig að til lengri tíma litið ætti þetta að auka lífsgæði með meiri fjárfestingum og vonandi öflugra atvinnulífi því samhliða.“

mbl.is

Innlent »

Málefni flokka á landsvísu ráða mestu

07:37 Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Tók brjálæðiskast inni á heimili

07:18 Óskað var aðstoðar lögreglu eftir að ölvuð og æst kona, sem var gestkomandi í heimahúsi, hafði ráðist á húsráðandann, sem var vinkona hennar. Einnig barst beiðni um aðstoð vegna 17 ára stráks sem tók brjálæðiskast inni á heimili í nótt og skemmdi mikið af innanstokksmunum. Meira »

Vara við hviðum undir Eyjafjöllum

06:55 Strekkings austlæg átt og fremur vætusamt verður suðaustantil á landinu fram undir hádegi, en mun úrkomuminna annars staðar. Varar Veðurstofan við því að búast megi við við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fram eftir morgni. Meira »

Hópslagsmál við bar í Kópavogi

06:18 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi.   Meira »

Eldur í ruslagámi við hjúkrunarheimili

06:12 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi við hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Gámurinn var staðsettur undir þakskýli við hjúkrunarheimilið og voru eldtungur farnar að teygja sig í þakskýlið. Meira »

Þrír ráðherrar á útleið

05:30 Mikil endurnýjun verður á þingi eftir alþingiskosningar ef marka má niðurstöður um fylgi framboða eftir kjördæmum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Kampavínið aftur á uppleið

05:30 Sala á kampavíni og freyðivíni hefur aukist mjög það sem af er ári. Ef svo heldur fram sem horfir verður salan í ár svipuð og árið 2008. Meira »

43% fleiri eru búin að kjósa

05:30 Hátt í 43 prósentum fleiri höfðu kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en síðasta sunnudag fyrir kosningarnar á síðasta ári. Meira »

Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur

05:30 Siðferðislega er ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Meira »

250 milljónir vantar til Heilsustofnunar

05:30 Mikill niðurskurður er fyrir höndum í starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands fáist ekki aukið fé í reksturinn. Meira »

Cuxhaven undir Ólafsfjarðarmúlanum

05:30 Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri. Meira »

Spáir leiðinlegu á kjördag

05:30 Fyrsta alvöruhríðarveður vetrarins gæti komið á laugardaginn kemur, þegar landsmenn ganga til kosninga.   Meira »

Nota styrkinn til að greiða niður lán

05:30 „Allt skiptir máli, að sjálfsögðu. Ég nota þessa upphæð til að létta á afborgunum lána, með því að greiða niður höfuðstól. Mér finnst að maður eigi að nýta þannig stuðning sem þennan,“ segir Karl Ingi Atlason, kúabóndi á Hóli í Svarfaðardal. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um eldglæringar í rafmagnskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...