Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp

Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar ...
Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar sem áform um los­un hafta voru kynnt. mbl.is/Golli

„Þetta er gríðarlega jákvætt skref og dagur sem búið er að bíða eftir í mörg ár. Að því hefur verið stefnt allan tímann að losa höft á almenning og atvinnulíf. Það er því ánægjulegt að sjá að planið sem lagt var upp með hefur gengið upp,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi.

Sigurður segir hins vegar skrýtið að sjá að vogunarsjóðirnir hafi verið settir í fyrsta sæti en ekki almenningur. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Það hefði verið hægt að stíga þetta skref í dag án þess að semja við þá en með því er í raun verið að setja vogunarsjóðina í fyrsta sæti,“ segir Sigurður.

mbl.is - Öll fjármagnshöft afnumin

Bættu stöðu sína með því að fylgja ekki leikreglum

Með útboði Seðlabankans í júní í fyrra var sjóðunum sem eiga yfir hundrað milljarða í aflandskrónum boðið upp á tvo kosti. Annar var að taka þátt í útboðinu eða vera með fjármagn hér til langs tíma. Seðlabankinn samþykkti tilboð frá einum sjóði en aðrir skiluðu inn tilboðum sem þóttu ekki ásættanleg.

Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur nú verið samið við stærsta hluta eiganda þessara aflandskróna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri og er viðmiðunargengið í viðskiptunum 137,5 krónur fyrir evruna, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Sigurður segir að með þessu sé veðmál vogunarsjóðanna að ganga upp. „Þeir sem ákváðu að spila ekki eftir reglunum bættu í raun stöðu sína. Af útreikningum mínum í fljótu bragði sýnist mér þessir sjóðir hafa hagnast um 21 milljarð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“ segir Sigurður.

mbl.is - Væru kolröng skilaboð frá stjórnvöldum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra ...
Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynntu afnám gjaldeyrishafta á fundi fyrr í dag. mbl.is/Golli

Aðstæður með besta móti 

Tilboð stjórnvalda til þessara vogunarsjóða í útboðinu í júní hljóðaði upp á 190 krónur fyrir evruna en nú er það 137 krónur. Sigurður segir það ekki góð skilaboð hjá stjórnvöldum að verðlauna þá sem ekki vilja fylgja leikreglunum. „Þessir aðilar hafa gengið mjög hart fram til dæmis með því að birta auglýsingar hér á landi rétt fyrir kosningar og höfðað mál hér á landi og erlendis. Lee Buchheit taldi það eindæmi að vogunarsjóðirnir beittu sér með þessum hætti,“ segir Sigurður.

Sigurður er afar jákvæður fyrir komandi tímum. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp en burtséð frá því þá er ég mjög ánægður með það að við skulum hafa fengið þessar fréttir í dag að það sé búið að afnema höft á almenning og atvinnulíf. Eins og ég hef bent á undanfarna daga hef ég talið aðstæður með besta móti núna og í rauninni ekki eftir neinu að bíða. Því fagna ég því að þessi skref hafi verið stigin í dag,“ segir Sigurður.

Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur.
Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Telur að krónan styrkist og vextir muni lækka 

Hvaða áhrif telur þá að afnám hafta hafi á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi?

„Það kæmi mér ekki á óvart að erlendir fjárfestar myndu líta til Íslands í meira mæli. Höftin eru flókin fyrir utanaðkomandi aðila, auka á flækjustig og fæla þannig fjárfesta frá landinu. Þá kæmi mér það heldur ekki á óvart að krónan myndi styrkjast að öllu óbreyttu en svo á maður eftir að sjá hvað Seðlabankinn gerir varðandi vexti. Ég tel blasa við að það þurfi að lækka vexti til að bregðast við sífellt sterkari krónu,“ segir Sigurður. 

Hann segir ávöxtun hafa verið afar góða hér á landi undanfarið þar sem vextir hafa verið háir. „Fólk er ekki að fjárfesta erlendis því það fær svo góða vexti hér. Það laðar fólk til landsins og niðurstaðan er sterkari króna. Nú er búið að afnema höftin, vextirnir lækka líklegast og þar með kemst jafnvægi á krónuna og flæði fjármagns.“

Hvaða áhrif hefur afnám hafta á hinn almenna borgara?

„Hinn almenni borgari mun í sjálfu sér ekki finna mikið fyrir afnámi hafta til skamms tíma litið. Höftin kosta mikið og til lengri tíma rýra þau lífsgæði. Þau fæla í burtu fjárfesta og þar með uppbyggingu sem ella hefði orðið þannig að til lengri tíma litið ætti þetta að auka lífsgæði með meiri fjárfestingum og vonandi öflugra atvinnulífi því samhliða.“

mbl.is

Innlent »

Tilnefndar til Ísnálarninnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...