Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp

Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar ...
Sig­urður Hann­es­son á fundi í Hörpu í júní 2015 þar sem áform um los­un hafta voru kynnt. mbl.is/Golli

„Þetta er gríðarlega jákvætt skref og dagur sem búið er að bíða eftir í mörg ár. Að því hefur verið stefnt allan tímann að losa höft á almenning og atvinnulíf. Það er því ánægjulegt að sjá að planið sem lagt var upp með hefur gengið upp,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi.

Sigurður segir hins vegar skrýtið að sjá að vogunarsjóðirnir hafi verið settir í fyrsta sæti en ekki almenningur. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Það hefði verið hægt að stíga þetta skref í dag án þess að semja við þá en með því er í raun verið að setja vogunarsjóðina í fyrsta sæti,“ segir Sigurður.

mbl.is - Öll fjármagnshöft afnumin

Bættu stöðu sína með því að fylgja ekki leikreglum

Með útboði Seðlabankans í júní í fyrra var sjóðunum sem eiga yfir hundrað milljarða í aflandskrónum boðið upp á tvo kosti. Annar var að taka þátt í útboðinu eða vera með fjármagn hér til langs tíma. Seðlabankinn samþykkti tilboð frá einum sjóði en aðrir skiluðu inn tilboðum sem þóttu ekki ásættanleg.

Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur nú verið samið við stærsta hluta eiganda þessara aflandskróna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri og er viðmiðunargengið í viðskiptunum 137,5 krónur fyrir evruna, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Sigurður segir að með þessu sé veðmál vogunarsjóðanna að ganga upp. „Þeir sem ákváðu að spila ekki eftir reglunum bættu í raun stöðu sína. Af útreikningum mínum í fljótu bragði sýnist mér þessir sjóðir hafa hagnast um 21 milljarð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“ segir Sigurður.

mbl.is - Væru kolröng skilaboð frá stjórnvöldum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra ...
Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynntu afnám gjaldeyrishafta á fundi fyrr í dag. mbl.is/Golli

Aðstæður með besta móti 

Tilboð stjórnvalda til þessara vogunarsjóða í útboðinu í júní hljóðaði upp á 190 krónur fyrir evruna en nú er það 137 krónur. Sigurður segir það ekki góð skilaboð hjá stjórnvöldum að verðlauna þá sem ekki vilja fylgja leikreglunum. „Þessir aðilar hafa gengið mjög hart fram til dæmis með því að birta auglýsingar hér á landi rétt fyrir kosningar og höfðað mál hér á landi og erlendis. Lee Buchheit taldi það eindæmi að vogunarsjóðirnir beittu sér með þessum hætti,“ segir Sigurður.

Sigurður er afar jákvæður fyrir komandi tímum. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp en burtséð frá því þá er ég mjög ánægður með það að við skulum hafa fengið þessar fréttir í dag að það sé búið að afnema höft á almenning og atvinnulíf. Eins og ég hef bent á undanfarna daga hef ég talið aðstæður með besta móti núna og í rauninni ekki eftir neinu að bíða. Því fagna ég því að þessi skref hafi verið stigin í dag,“ segir Sigurður.

Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur.
Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Telur að krónan styrkist og vextir muni lækka 

Hvaða áhrif telur þá að afnám hafta hafi á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi?

„Það kæmi mér ekki á óvart að erlendir fjárfestar myndu líta til Íslands í meira mæli. Höftin eru flókin fyrir utanaðkomandi aðila, auka á flækjustig og fæla þannig fjárfesta frá landinu. Þá kæmi mér það heldur ekki á óvart að krónan myndi styrkjast að öllu óbreyttu en svo á maður eftir að sjá hvað Seðlabankinn gerir varðandi vexti. Ég tel blasa við að það þurfi að lækka vexti til að bregðast við sífellt sterkari krónu,“ segir Sigurður. 

Hann segir ávöxtun hafa verið afar góða hér á landi undanfarið þar sem vextir hafa verið háir. „Fólk er ekki að fjárfesta erlendis því það fær svo góða vexti hér. Það laðar fólk til landsins og niðurstaðan er sterkari króna. Nú er búið að afnema höftin, vextirnir lækka líklegast og þar með kemst jafnvægi á krónuna og flæði fjármagns.“

Hvaða áhrif hefur afnám hafta á hinn almenna borgara?

„Hinn almenni borgari mun í sjálfu sér ekki finna mikið fyrir afnámi hafta til skamms tíma litið. Höftin kosta mikið og til lengri tíma rýra þau lífsgæði. Þau fæla í burtu fjárfesta og þar með uppbyggingu sem ella hefði orðið þannig að til lengri tíma litið ætti þetta að auka lífsgæði með meiri fjárfestingum og vonandi öflugra atvinnulífi því samhliða.“

mbl.is

Innlent »

Úrkomumet slegið á Austfjörðum

00:30 Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði var úrkomumet slegið á laugardaginn. Þar var mesta úrkoma á sólarhring í júnímánuði. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kona í staðinn fyrir hús

Í gær, 21:20 Ég var aldrei barn, grunnsýning Byggðasafns Vestfjarða, var ekki að ósekju opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní. Enda hverfist hún um Karítas Skarphéðinsdóttur, fiskverkakonu á Ísafirði á öndverðri tuttugustu öldinni, kvenskörung mikinn og baráttukonu fyrir bættum kjörum og aðbúnaði fiskvinnslufólks. Meira »

Hagkvæmara að flytja inn frá Evrópu

Í gær, 21:18 „Hugmyndin að opnun Costco á Íslandi var fyrst sett fram af kanadísku deildinni okkar. Forsvarsmenn okkar í Kanada höfðu tekið eftir því að töluvert var pantað af vörum frá þeim til Íslands og sáu tækifæri í því að setja upp hliðstæða starfsemi þar og þeir höfðu þróað á Nýfundnalandi.“ Meira »

Rörasprengja í strætóskýli í Kópavogi

Í gær, 20:46 Sprengjudeild sérsveitarinnar var kölluð að Hlíðarvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið eftir að tilkynnt var um óþekktan hlut í strætóskýli við götuna. Það var lögregla sem kallaði sérsveitina til, en henni barst ábending frá vegfaranda. Meira »

Óvenjumargar steypireyðar

Í gær, 20:07 Óvenjumargar steypireyðar hafa sést í Skjálfandaflóa að undanförnu. Háir blástrar hafa blasað við farþegum hvalaskoðunarbáta á Skjálfanda þar sem sást til hvorki meira né minna en sex dýra í fyrradag. Þykir það óvenjumikið í einni og sömu ferðinni. Meira »

Helmingur fundargesta WOW frá Icelandair

Í gær, 19:51 „Í fljótu bragði sýnist mér að það hafi verið hátt í 150 manns á þessum fundi og ég get trúað því að af þeim hafi 70 til 80 verið flugmenn Icelandair sem vilja skoða hvað þessi vinnuveitandi hefur upp á að bjóða,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenska atvinnuflugmanna. Meira »

23 þúsund pennar á 11 árum

Í gær, 19:00 „Ég ætlaði aldrei að byrja að safna,“ segir Þröstur Ingi Guðmundsson pennasafnari, en hann hefur safnað rúmlega 23 þúsund pennum og skráir þá alla skilmerkilega. Meira »

Hálfi milljarðurinn gekk ekki út

Í gær, 19:14 Enginn var með allar tölur réttar þegar dregið var út í Vík­ingalottó. Fyrsti vinningur nam 523 milljónum króna en annar vinningur tæpum 28 milljónum. Meira »

Gönguhópur í sjálfheldu á Vestfjörðum

Í gær, 18:26 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna gönguhóps sem er í sjálfheldu á fjallinu Öskubak. Að minnsta kosti þrír hópar eru á leið á staðinn auk harðbotnabjörgunarbáts en skoða þarf hvort öruggara sé að komast að fólkinu frá landi eða sjó. Meira »

Engin landamæri á netinu

Í gær, 18:20 „Það eru engin sérstök landamæri á netinu frekar en áður þannig að það er alveg hægt að herja á hvaða tölvu sem er, óháð því í hvaða landi hún er,“ segir sérfræðingur um tölvuöryggismál. Tilmæli hans til almennings, fyrirtækja og stofnana eru skýr: Uppfærið hugbúnað. Meira »

Íslendingar leggja mest til UN Women

Í gær, 17:52 Landsnefnd UN Women á Íslandi leggur samtökunum til hæsta fjárframlag allra landsnefnda, óháð höfðatölu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim, fyrir árið 2016. Meira »

Fundaði með Paul Ryan

Í gær, 17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

Í gær, 17:07 Í Góða hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

Í gær, 15:37 Eldur kom upp við eldamennsku í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleytið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að ræsta. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

Í gær, 15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

Í gær, 16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

Í gær, 15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu-Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hópi sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

Í gær, 14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »
Volvo XC60
Á götuna 4/2015 ekinn 32.000 km. Tvílitt leður, brúnn metalic. Tvöf. dekkjagangu...
Til Sölu Steikarapanna
Til Sölu Steikarapanna Upplysingar 8995189...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Blaðbera á akureyri
Ófaglært starfsfólk
Blaðberar Morgunblaðið óskar eftir ...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Endurskoðun hveravalla
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Endu...