Artur enn ófundinn

Fjaran frá Kópavogshöfn allt að Reykjavíkurflugvelli er nú gengin í …
Fjaran frá Kópavogshöfn allt að Reykjavíkurflugvelli er nú gengin í leit að Arturi. mbl.is/Golli

Um tuttugu björgunarsveitarmenn ganga nú fjörur við Fossvog í leit að Arturi Jarmosz­ko, sem ekkert hefur spurst til í um tvær vikur. Leitað er með hundum og einnig er leitað á bátum við ströndina. Sta­f­ræn­ar upp­lýs­ing­ar úr síma Art­urs leiddu leit­ina á þær slóðir. 

Enn hefur leitin engan árangur borið og engar vísbendingar komið fram í dag sem varpað gætu ljósi á hvar Artur er niðurkominn. Lögreglan telur sig fullvissa um að hann hafi ekki farið úr landi. Í gær voru um sjötíu björgunarsveitarmenn við leit.

Leita vísbendinga í tölvunni

Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir að rannsókn á tölvu Arturs sé þegar hafin. Sími hans er ófundinn en reynt verður að fara aðrar leiðir til að skoða virkni í honum, m.a. tengsl við samfélagsmiðla og notkun Arturs á þeim. Sú vinna er að hefjast. Þessi gögn, úr tölvu og síma, munu mögulega hjálpa lögreglunni í leitinni.

Artur Jarmosz­ko er 25 ára.
Artur Jarmosz­ko er 25 ára.

Auk björgunarsveitarmanna á gangi og í bátum tekur þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. Þá er fólk beðið um að svip­ast um í nærum­hverfi sínu, t.d. í vinnu­skúr­um, geymsl­um og úti­hús­um.

Art­ur, sem er 25 ára og grann­vax­inn, dökk­hærður með stutt hár, 186 sentímetrar á hæð og með græn augu, er pólsk­ur en hef­ur búið á Íslandi um all­nokk­urt skeið. Talið er að hann sé klædd­ur í svarta úlpu eða mittisjakka, blá­ar galla­bux­ur og hvíta striga­skó. Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Art­urs, eða vita hvar hann er að finna, eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 444-1000. Upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið gudmund­ur.pall@lrh.is eða í einka­skila­boðum á Face­book-síðu Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert