Herjólfur tók niðri við höfnina

Herjólfur tók niðri við Landeyjahöfn.
Herjólfur tók niðri við Landeyjahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur tók niðri við Landeyjahöfn í gær. Ekki mun vera óalgengt að sandöldur neðan yfirborðs sjávar myndist utan hafnargarðsins.

Að sögn Ólafs Williams Hand, forstöðumanns kynningar- og markaðsdeildar, tók ferjan niðri þegar hún var á siglingu út úr höfninni. Háfjara var þegar þetta var og sjávarstaða því lág en veður með besta móti.

Ólafur segir skipstjóra Herjólfs hafa metið það svo að ekki væri nein hætta á ferðum. Engu að síður var til öryggis kafað undir skipið þegar það kom til hafnar í Vestmannaeyjum. Ólafur segir að það komi fyrir að Herjólfur strjúkist við sand í botninum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert