Margir vilja kaupa

Mjólkurkýr í safaríkri tuggu í Kjósinni.
Mjólkurkýr í safaríkri tuggu í Kjósinni. mbl.is/Styrmir Kári

Ríkið innleysti alls rúmlega milljón lítra af greiðslumarki mjólkur á fyrsta innlausnardegi sem var 1. mars. Eftirspurn eftir kvótanum var meiri en framboðið og fengu bændur sem ekki féllu undir forgangshópa aðeins um 20% af þeim kvóta sem þeir óskuðu eftir.

Fyrirkomulagi á viðskiptum með mjólkurkvóta var breytt með nýjum búvörusamningum og breytingum á búvörulögum í lok síðasta árs. Innlausn ríkisins á fyrirfram ákveðnu verði tók við af kvótamarkaði þar sem framboð og eftirspurn réðu verði.

Búnaðarstofa Matvælastofnunar býðst til að kaupa mjólkurkvóta fyrir hönd ríkisins á 138 krónur lítrann. Markaðsverðið á síðasta tilboðsmarkaði Mast var 205 krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um mjólkurkvótann  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert