90% vildu afþakka frípóst

Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, ...
Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, auk dagblaða og tímarita. mbl.is/Rósa Braga

Samkvæmt núgildandi lögum um meðhöndlun úrgangs hefur Reykjavíkurborg ekki heimild til að veita bláu tunnuna gjaldfrjálst til íbúa. Þá virðist vera að ekkert innan núgildandi reglugerðar um póstdreifingu gefi Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum möguleika á að beita sér varðandi dreifingu fjöl- og frípósts.

„Samkvæmt regluverkinu er sveitarfélögum skylt að innheimta gjöld af íbúum í takt við þann kostnað sem bláa tunnan hefur í för með sér,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Mbl.is sagði í morgun frá hugmynd borgarbúa um að útgefendur eða dreifingaraðilar fjölpósts yrðu rukkaðir um „ruslagjald“ vegna pappírsrusls sem fylgir slíkum pósti. Í umsögnum um verkefnið á vefsíðu lýðræðisverkefnisins Hverfið mitt kom einnig fram að margir væru ósáttir við að dreifingaraðilar hundsuðu merkingar íbúa um að viðkomandi afþakkaði frípóst.

Frétt mbl.is: Greiði „rusla­gjald“ fyr­ir frí­póst

Eygerður Margrétardóttir.
Eygerður Margrétardóttir.

Að sögn Eygerðar framkvæmdi Reykjavíkurborg fyrir tveimur árum viðhorfskönnun um úrgangsmál meðal borgarbúa en þar var meðal annars spurt um viðhorf til fjöl- og frípósts. Í ljós kom að 90% svarenda afþökkuðu eða höfðu áhuga á að afþakka slíkan póst.

„Um 20% borgarbúa afþökkuðu fjölpóst og 70% sögðust hafa áhuga á að afþakka hann þannig að það voru í rauninni bara 10% sem vildu þiggja fjölpóst. Það er mikill vilji í samfélaginu til að afþakka þennan fjölpóst en þegar kemur að því að framkvæma virðist það vaxa fólki í augum eða vera flókið.“

Þarf ekki leyfi til að dreifa frípósti

Reykjavíkurborg hafði á þeim tíma áhuga á að gera eitthvað í þessum málum en viðhorfskönnunin var gerð í tengslum við vinnu um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.

„Við fórum að skoða regluverkið og sáum að það þarf ekkert sérstakt leyfi til að dreifa frípósti eða dagblöðum en til að dreifa hefðbundnum pósti þarftu að fá leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun, sem fer með þessi lög um póstþjónustu en það er ekkert í þeim lögum sem skyldar aðila til að virða merkingar þar sem fólk afþakkar fjölpóst.“

Eygerður segir að starfshópurinn hafi kallað til sín tvo stærstu dreifingaraðila fjölpósts á Íslandi og að komið hafi í ljós að hvorugur aðilinn virti merkingar hins. Þá voru einnig dæmi þess að íbúar sem hefðu merkingar beggja fyrirtækja fengju samt fjölpóst, þá líklega frá þriðja aðila.

Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.
Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.

Upp kom sú hugmynd að Reykjavíkurborg gæfi út merkingar sem íbúar gætu nýtt til að afþakka allan fjölpóst en að sögn Eygerðar fékkst aldrei skýrt svar frá dreifingaraðilum um hvort þeir hygðust virða vilja íbúanna. Því varð ekkert úr hugmyndinni og vinnan féll í raun niður.

„Þetta er dálítið flókið mál. Ef regluverkið væri þannig að dreifingaraðilar þyrftu að virða vilja íbúa þá væri þetta betra og svo er líka spurning hvort það ætti að vera skylda að fá leyfi til að dreifa fjölpósti.“

Eins og staðan er í dag virðast sveitarfélögin því lítið geta gert til að koma til móts við íbúa sem þykir óréttlátt að þeir sitji uppi með kostnað sem hlýst af pappírsrusli af frípósti sem þeir hafa lítið sem ekkert val um að fá inn um bréfalúguna.

Eygerður segir það helst vera Póst- og fjarskiptastofnun sem gæti aðhafst í málinu en stofnunin heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Deilur um afhendingu Staðastaðar

05:30 Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Kannabismold á víðavangi

05:30 „Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 í Kjós. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...