90% vildu afþakka frípóst

Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, ...
Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, auk dagblaða og tímarita. mbl.is/Rósa Braga

Samkvæmt núgildandi lögum um meðhöndlun úrgangs hefur Reykjavíkurborg ekki heimild til að veita bláu tunnuna gjaldfrjálst til íbúa. Þá virðist vera að ekkert innan núgildandi reglugerðar um póstdreifingu gefi Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum möguleika á að beita sér varðandi dreifingu fjöl- og frípósts.

„Samkvæmt regluverkinu er sveitarfélögum skylt að innheimta gjöld af íbúum í takt við þann kostnað sem bláa tunnan hefur í för með sér,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Mbl.is sagði í morgun frá hugmynd borgarbúa um að útgefendur eða dreifingaraðilar fjölpósts yrðu rukkaðir um „ruslagjald“ vegna pappírsrusls sem fylgir slíkum pósti. Í umsögnum um verkefnið á vefsíðu lýðræðisverkefnisins Hverfið mitt kom einnig fram að margir væru ósáttir við að dreifingaraðilar hundsuðu merkingar íbúa um að viðkomandi afþakkaði frípóst.

Eygerður Margrétardóttir.
Eygerður Margrétardóttir.

Að sögn Eygerðar framkvæmdi Reykjavíkurborg fyrir tveimur árum viðhorfskönnun um úrgangsmál meðal borgarbúa en þar var meðal annars spurt um viðhorf til fjöl- og frípósts. Í ljós kom að 90% svarenda afþökkuðu eða höfðu áhuga á að afþakka slíkan póst.

„Um 20% borgarbúa afþökkuðu fjölpóst og 70% sögðust hafa áhuga á að afþakka hann þannig að það voru í rauninni bara 10% sem vildu þiggja fjölpóst. Það er mikill vilji í samfélaginu til að afþakka þennan fjölpóst en þegar kemur að því að framkvæma virðist það vaxa fólki í augum eða vera flókið.“

Þarf ekki leyfi til að dreifa frípósti

Reykjavíkurborg hafði á þeim tíma áhuga á að gera eitthvað í þessum málum en viðhorfskönnunin var gerð í tengslum við vinnu um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.

„Við fórum að skoða regluverkið og sáum að það þarf ekkert sérstakt leyfi til að dreifa frípósti eða dagblöðum en til að dreifa hefðbundnum pósti þarftu að fá leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun, sem fer með þessi lög um póstþjónustu en það er ekkert í þeim lögum sem skyldar aðila til að virða merkingar þar sem fólk afþakkar fjölpóst.“

Eygerður segir að starfshópurinn hafi kallað til sín tvo stærstu dreifingaraðila fjölpósts á Íslandi og að komið hafi í ljós að hvorugur aðilinn virti merkingar hins. Þá voru einnig dæmi þess að íbúar sem hefðu merkingar beggja fyrirtækja fengju samt fjölpóst, þá líklega frá þriðja aðila.

Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.
Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.

Upp kom sú hugmynd að Reykjavíkurborg gæfi út merkingar sem íbúar gætu nýtt til að afþakka allan fjölpóst en að sögn Eygerðar fékkst aldrei skýrt svar frá dreifingaraðilum um hvort þeir hygðust virða vilja íbúanna. Því varð ekkert úr hugmyndinni og vinnan féll í raun niður.

„Þetta er dálítið flókið mál. Ef regluverkið væri þannig að dreifingaraðilar þyrftu að virða vilja íbúa þá væri þetta betra og svo er líka spurning hvort það ætti að vera skylda að fá leyfi til að dreifa fjölpósti.“

Eins og staðan er í dag virðast sveitarfélögin því lítið geta gert til að koma til móts við íbúa sem þykir óréttlátt að þeir sitji uppi með kostnað sem hlýst af pappírsrusli af frípósti sem þeir hafa lítið sem ekkert val um að fá inn um bréfalúguna.

Eygerður segir það helst vera Póst- og fjarskiptastofnun sem gæti aðhafst í málinu en stofnunin heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Gerðu ýtrustu kröfur

05:30 Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, bjóst við að þrautavaralán sem fyrirhugað var að veita Kaupþingi í byrjun október 2008, að andvirði 500 milljónir evra, yrði ekki endurgreitt af bankanum. Fullyrðingar forsvarsmanna bankans um annað væru „ósannindi“ eða „óskhyggja“. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, ísskápur, gervihnattadiskur
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn . ALLT til AL...
Stimplar
...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...