90% vildu afþakka frípóst

Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, ...
Pappírstunnurnar bláu eru fyrir bylgjupappa, fernur, skrifstofupappír og sléttan pappír, auk dagblaða og tímarita. mbl.is/Rósa Braga

Samkvæmt núgildandi lögum um meðhöndlun úrgangs hefur Reykjavíkurborg ekki heimild til að veita bláu tunnuna gjaldfrjálst til íbúa. Þá virðist vera að ekkert innan núgildandi reglugerðar um póstdreifingu gefi Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum möguleika á að beita sér varðandi dreifingu fjöl- og frípósts.

„Samkvæmt regluverkinu er sveitarfélögum skylt að innheimta gjöld af íbúum í takt við þann kostnað sem bláa tunnan hefur í för með sér,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Mbl.is sagði í morgun frá hugmynd borgarbúa um að útgefendur eða dreifingaraðilar fjölpósts yrðu rukkaðir um „ruslagjald“ vegna pappírsrusls sem fylgir slíkum pósti. Í umsögnum um verkefnið á vefsíðu lýðræðisverkefnisins Hverfið mitt kom einnig fram að margir væru ósáttir við að dreifingaraðilar hundsuðu merkingar íbúa um að viðkomandi afþakkaði frípóst.

Frétt mbl.is: Greiði „rusla­gjald“ fyr­ir frí­póst

Eygerður Margrétardóttir.
Eygerður Margrétardóttir.

Að sögn Eygerðar framkvæmdi Reykjavíkurborg fyrir tveimur árum viðhorfskönnun um úrgangsmál meðal borgarbúa en þar var meðal annars spurt um viðhorf til fjöl- og frípósts. Í ljós kom að 90% svarenda afþökkuðu eða höfðu áhuga á að afþakka slíkan póst.

„Um 20% borgarbúa afþökkuðu fjölpóst og 70% sögðust hafa áhuga á að afþakka hann þannig að það voru í rauninni bara 10% sem vildu þiggja fjölpóst. Það er mikill vilji í samfélaginu til að afþakka þennan fjölpóst en þegar kemur að því að framkvæma virðist það vaxa fólki í augum eða vera flókið.“

Þarf ekki leyfi til að dreifa frípósti

Reykjavíkurborg hafði á þeim tíma áhuga á að gera eitthvað í þessum málum en viðhorfskönnunin var gerð í tengslum við vinnu um aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.

„Við fórum að skoða regluverkið og sáum að það þarf ekkert sérstakt leyfi til að dreifa frípósti eða dagblöðum en til að dreifa hefðbundnum pósti þarftu að fá leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun, sem fer með þessi lög um póstþjónustu en það er ekkert í þeim lögum sem skyldar aðila til að virða merkingar þar sem fólk afþakkar fjölpóst.“

Eygerður segir að starfshópurinn hafi kallað til sín tvo stærstu dreifingaraðila fjölpósts á Íslandi og að komið hafi í ljós að hvorugur aðilinn virti merkingar hins. Þá voru einnig dæmi þess að íbúar sem hefðu merkingar beggja fyrirtækja fengju samt fjölpóst, þá líklega frá þriðja aðila.

Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.
Mikið virðist vera um að frípóstur endi ólesinn í ruslinu.

Upp kom sú hugmynd að Reykjavíkurborg gæfi út merkingar sem íbúar gætu nýtt til að afþakka allan fjölpóst en að sögn Eygerðar fékkst aldrei skýrt svar frá dreifingaraðilum um hvort þeir hygðust virða vilja íbúanna. Því varð ekkert úr hugmyndinni og vinnan féll í raun niður.

„Þetta er dálítið flókið mál. Ef regluverkið væri þannig að dreifingaraðilar þyrftu að virða vilja íbúa þá væri þetta betra og svo er líka spurning hvort það ætti að vera skylda að fá leyfi til að dreifa fjölpósti.“

Eins og staðan er í dag virðast sveitarfélögin því lítið geta gert til að koma til móts við íbúa sem þykir óréttlátt að þeir sitji uppi með kostnað sem hlýst af pappírsrusli af frípósti sem þeir hafa lítið sem ekkert val um að fá inn um bréfalúguna.

Eygerður segir það helst vera Póst- og fjarskiptastofnun sem gæti aðhafst í málinu en stofnunin heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...