Aldrei jafnfáar tilkynningar um þjófnaði

Hegningarlagabrotum fækkaði í febrúar.
Hegningarlagabrotum fækkaði í febrúar. mbl.is/Golli

Til­kynn­ing­um um hegn­ing­ar­laga­brot fækkaði á höfuðborg­ar­svæðinu milli mánaða en ekki hafa borist jafnfáar tilkynningar um þjófnaði í einum mánuði frá því að samræmdar skráningar á brotum hófust hjá lögreglu árið 1999. 

Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir febrúar.

Þar kemur fram að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 562 tilkynningar um hegningarlagabrot í febrúar, sem er töluverð fækkun miðað við síðastliðna mánuði.

Tilkynningum um flest brot fækkaði í febrúar samanborið við meðalfjölda brota síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Aðeins má greina fjölgun í einum brotaflokki miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða, ofbeldi gegn lögreglumönnum, sem fjölgaði í um 67 prósent. 

Nálgast má lykiltölur skýrslunnar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert