Hvalirnir að vakna til lífsins

Dýrin steypa sér í hafið.
Dýrin steypa sér í hafið. Ljósmynd/Aðsend

Mikið hefur sést af hnúfubökum, háhyrningum og höfrungum í hvalaskoðunum sem fara fram frá Reykjavík síðustu daga. 

Samkvæmt Hilmari Stefánssyni, framkvæmdastjóra Special Tours Wildlife Adventures, er mikið fjör þessa dagana og eins og hann sagði þá er „lífið að byrja“.

Fólk sá hnúfubaka og háhyrninga í hvalaskoðun í gær.
Fólk sá hnúfubaka og háhyrninga í hvalaskoðun í gær. Ljósmynd/Aðsend

Ekki var siglt í dag vegna veðurs en margt sást af hvölum í gær. Aðspurður segir Hilmar að þegar loðnugangan hefjist komi hvalurinn í kjölfarið. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar af hvalaskoðunarskipi Special Tours í gær.

Ferðamenn fylgjast spenntir með því sem fyrir augu ber.
Ferðamenn fylgjast spenntir með því sem fyrir augu ber. Ljósmynd/Aðsend
Hvalurinn steypir sér í sjóinn.
Hvalurinn steypir sér í sjóinn. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert