Markaðir brugðust vel við

Höft á útstreymi gjaldeyris verða afnumin að öllu leyti í …
Höft á útstreymi gjaldeyris verða afnumin að öllu leyti í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stórt skref verður stigið í átt að frjálsu fjármagnsflæði þegar gjaldeyrishöft verða afnumin að verulegu leyti í dag. Markaðir brugðust vel við tíðindunum í gær með hækkunum, en krónan veiktist um 2,7 prósent gagnvart Bandaríkjadal og evru.

Með skrefinu sem stigið verður í dag má segja að búið sé að afnema gjaldeyrishöft á útflæði fjármagns að mestu en miklar skorður eru áfram á innflæði fjármagns. Bindiskyldu á nýfjárfestingar erlendra aðila verður haldið áfram, sem hindrar innflæði fjármagns vegna vaxtamunarviðskipta sem myndi stuðla að frekari styrkingu krónunnar.

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir gjaldeyrismarkaði geta hreyfst hratt og með sjálfstæðan gjaldmiðil megi Íslendingar búast við gengislækkunum. „En það kæmi mér á óvart ef krónan veiktist á morgun [í dag],“ segir Ásgeir í umfjöllun um afnám haftanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert