Brugghús bætir við ölstofu

Ölstofa The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Eigendurnir og starfsmennirnir frá ...
Ölstofa The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Eigendurnir og starfsmennirnir frá vinstri: Hlynur Vídó Ólafsson, Hannes Kristinn Eiríksson, Kjartan Vídó Ólafsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson. Ljósmynd/Ólafur Einar Lárusso

Örbrugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum opnar nýja ölstofu í Eyjum á morgun í tengslum við aukna framleiðslugetu fyrirtækisins. „Nú getum við tekið á móti hópum, sem vilja kynna sér framleiðsluna, og selt Eyjamönnum góðan bjór,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, einn eigenda.

Upphafið má rekja til þess að Kjartan Vídó og Jóhann Ólafur Guðmundsson byrjuðu að brugga bjór 2012. Fengu þeir bræður sína, Hlyn Vídó og Davíð, inn í hópinn og nafnið The Brothers Brewery varð til. „Nafnið vísaði til okkar bræðranna en Davíð er hættur og Hannes Kristinn Eiríksson, mágur Jóa, kom í staðinn,“ segir Kjartan. „Þetta er því áfram mjög fjölskylduvænt fyrirtæki.“

Kjartan segir að til að byrja með hafi hugmyndin verið sú að brugga bjór og selja hann á veitingastaðnum Einsa kalda í Vestmannaeyjum og fengu þeir framleiðsluleyfi í byrjun árs 2016. „Síðan vatt þetta upp á sig og eftir að við fengum fyrstu verðlaun fyrir bjór ársins á Bjórhátíð Íslands á Hólum í júní í fyrra fóru hjólin að snúast enn hraðar. Síðan höfum við selt bjór á fjórum til sex veitingastöðum í Reykjavík.“

Flöskulína bætist við

Brugghúsið keypti nýverið 500 lítra bruggeiningu og gerjunartanka frá Kína auk flöskulínu. Þar með eru sex 500 lítra tankar til staðar og með flöskulínunni aukast möguleikar á að selja bjórinn á fleiri veitingastöðum og í Vínbúðunum. „Þegar tækin verða komin í notkun getum við bruggað 500 lítra í einu í staðinn fyrir 150 lítra,“ segir Kjartan. „Afköstin aukast því mikið og það verður auðveldara fyrir okkur að fara inn á nýja staði.“ Hann bætir við að þegar þeir hafi lært vel á nýju tækin, eftir um mánuð eða tvo, sé ætlunin að setja bjór á markað í Vínbúðunum.

Búið er að setja upp nýju tækin og nýr kafli ...
Búið er að setja upp nýju tækin og nýr kafli að hefjast.


Kjartan segir að þeir hafi bruggað 12 til 15 mismunandi tegundir og þar af nokkrar prufuuppskriftir sem ekki hafi verið bruggaðar aftur. „Við bjóðum upp á sex tegundir í ölstofunni okkar,“ segir hann og leggur áherslu á að ekki sé alltaf um sömu tegundirnar að ræða því tegundirnar séu misjafnar eftir árstíðum.

Félagarnir hafa staðið í rekstrinum sjálfir án utanaðkomandi vinnuafls. „Við höfum þjarkast áfram í þessu og eiginkonurnar hafa staðið þétt við bakið á okkur, leyft okkur að sinna þessu áhugamáli og lagt sitt af mörkum við opnunina á ölstofunni,“ segir Kjartan.

Ölstofan The Brothers Brewery er í húsinu Baldurshaga í miðbæ Vestmannaeyja. Þar er leyfi fyrir um 70 gesti og boðið verður upp á yfir 30 tegundir af bjór. „Um 70% af bjórnum hafa ekki fengist í Eyjum þannig að við komum með nýjar tegundir og aukum flóruna fyrir gesti,“ segir Kjartan.

Innlent »

Aukið fjármagn í rannsóknir og viðhald

13:40 Nokkra aukningu er að finna í fjárlagafrumvarpinu á fjármagni til Hafrannsóknastofnunar á næsta ári. Auknu fé verður varið til rannsókna á lífríkinu og kemur fram í frumvarpinu að áætlað er að kortleggja um 6% af hafsbotninum í efnahagslögsögu árið 2018. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarða aukning í heilbrigðiskerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar mun skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Iðnaðarhúsnæði óskast
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...