Lögregla og Landsbjörg funda á morgun

Artur Jarmosz­ko er 25 ára.
Artur Jarmosz­ko er 25 ára.

Mikil áhersla er nú lögð á að kortleggja ferðir Arturs Jarmoszko, sem saknað hefur verið í rúmar tvær vikur. Rannsókninni á hvarfi hans miðar ágætlega að sögn lögreglu, sem sent hefur frá sér tilkynningu.

Segir í henni að áfram sé unnið að því að afla gagna og yfirfara þau, en að sú vinna sé nokkuð tímafrek.

„Ákvörðun um áframhaldandi leit að Artur Jarmoszko verður tekin á morgun, en fundur lögreglu og Landsbjargar er fyrirhugaður í hádeginu á fimmtudag. Málið er rannsakað sem mannshvarf og ekki er grunur um refsiverða háttsemi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert