Hefur tekist að stýra umræðunni

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Rutte er sigurvegari kosninganna í þeim skilningi að flokkur hans heldur velli sem stærsti flokkurinn. Hins vegar er ríkisstjórnin náttúrulega fallin. En það er ekki auðvelt að útnefna sigurvegara. Hafa verður í huga hversu virkt hlutfallskosningakerfi er í Hollandi og hversu mikið fylgið dreifist. Þarna voru 28 flokkar í framboði og sá sem fær mest fylgi fær engu að síður aðeins lítinn hluta þess. Síðan eru alltaf töluvert miklar sveiflur.“

Frétt mbl.is: „Popúlismanum hafnað“

Þetta segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við mbl.is um niðurstöður hollensku þingkosninganna sem fram fóru í gær. Skoðanakannanir bentu lengi vel til þess að Frelsisflokkur Geerts Wilders, sem hefur einkum talað fyrir harðri innflytjendastefnu og kallaði ennfremur eftir úrsögn úr Evrópusambandinu í kosningabaráttunni, yrði stærsti flokkur Hollands og stærri en hægriflokkur Marks Rutte forsætisráðherra, VVD. Flokkur Wilders endaði hins vegar í öðru sæti. VVD hlaut 33 þingsæti og tapaði átta en Frelsisflokkurinn bætti við sig fimm og hlaut 20.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. AFP

Vídd sem lengi hefur verið fyrir hendi

„Þessi framrás þjóðernispopúlistans Wilders og Frelsisflokks hans var kannski ekki eins mikil og einhverjir óttuðust á tímabili en eigi að síður er hann að bæta við nokkrum fjölda þingsæta. Það er samt ekki mikið meiri árangur en slíkir flokkar hafa áður náð í Hollandi. Þannig fékk flokkur Wilders til að mynda meira fylgi í þingkosningunum 2010. Þessi vídd hefur lengi verið til staðar í hollenskum stjórnmálum en árangur slíkra flokka hefur kannski fyrst og fremst verið sá að þeim hefur tekist að stýra umræðunni í innflytjendamálum.“

Þannig hafi Frelsisflokknum, og ýmsum öðrum hliðstæðum flokkum í Evrópuríkjum, tekist að fá hefðbundnari flokka til þess að taka upp og samþykkja hluta af málflutningi þeirra í garð útlendinga. „Það er þar sem árangurinn er mestur. Pólitík þessara flokka hefur snúist um að ala á ótta í garð útlendinga og þeim hefur tekist að dreifa þeim ótta. Hins vegar er það engu að síður svo að yfirgnæfandi meirihluti hollenskra kjósenda hafnar þessum málflutningi,“ segir Eiríkur ennfremur. Sósíaldemókratar hafi farið flatt í þessum efnum.

Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins.
Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins. AFP

Meiri áhrif en fylgið gefur til kynna

„Þegar hollenskir sósíaldemókratar fóru að elta þessi sjónarmið þá féll það ekki í kramið hjá kjósendum þeirra. Það er eitthvað sem við höfum séð víðar. Þegar sósíaldemókratar hafa farið að elta popúlíska flokka hefur það oft komið niður á fylgi þeirra,“ segir hann áfram. Talið berst að útspili flokks Ruttes fyrr á þessu ári þar sem auglýst var í blöðum að útlendingar sem kæmu til Hollands en vildu síðan ekki hegða sér og virða frjálslynd gildi landsins gætu farið heim til sín. Eiríkur segir að þetta sé eitt dæmi um áhrif popúlískra flokka.

Frétt mbl.is: „Ef þér líkar ekki vistin hér, farðu“

„Ég hugsa að hvað sem líður fylgi Frelsisflokksins þá sé þetta besti árangur þjóðernispopúlista í Hollandi í því að láta umræðuna hverfast um sig. Hún hefur aldrei hverfst svona mikið um þeirra sjónarmið,“ segir Eiríkur. Spurður hvort málstaður Frelsisflokksins sé í sókn eða sé að dvína í ljósi niðurstaðna kosninganna segir hann að það sé ekki hægt að draga miklar ályktanir um það í ljósi þeirra. „Hann er bara til staðar. Þetta sýnir að slíkir flokkar eru sterkt afl í Evrópu en umræðan um áherslur þeirra er samt ekki samræmi við stærð þeirra, það er gert allt of mikið úr stuðningnum við þá.“

Sjónarmið slíkra flokka njóti hvergi meirihlutastuðnings. Þau séu til staðar en séu hins vegar minnihlutasjónarmið. „Það sem mér finnst athyglisverðast er að þeim er að takast að hafa áhrif á stjórnmálin umfram það sem fylgi þeirra gefur til kynna að þeir ættu að hafa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Krossgátufjör nr. 2
Nýtt 32ja blaðsíðna krossgátublað með 55 krossgátum af margvíslegum stærðum og f...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...