Hefur tekist að stýra umræðunni

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Rutte er sigurvegari kosninganna í þeim skilningi að flokkur hans heldur velli sem stærsti flokkurinn. Hins vegar er ríkisstjórnin náttúrulega fallin. En það er ekki auðvelt að útnefna sigurvegara. Hafa verður í huga hversu virkt hlutfallskosningakerfi er í Hollandi og hversu mikið fylgið dreifist. Þarna voru 28 flokkar í framboði og sá sem fær mest fylgi fær engu að síður aðeins lítinn hluta þess. Síðan eru alltaf töluvert miklar sveiflur.“

Frétt mbl.is: „Popúlismanum hafnað“

Þetta segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við mbl.is um niðurstöður hollensku þingkosninganna sem fram fóru í gær. Skoðanakannanir bentu lengi vel til þess að Frelsisflokkur Geerts Wilders, sem hefur einkum talað fyrir harðri innflytjendastefnu og kallaði ennfremur eftir úrsögn úr Evrópusambandinu í kosningabaráttunni, yrði stærsti flokkur Hollands og stærri en hægriflokkur Marks Rutte forsætisráðherra, VVD. Flokkur Wilders endaði hins vegar í öðru sæti. VVD hlaut 33 þingsæti og tapaði átta en Frelsisflokkurinn bætti við sig fimm og hlaut 20.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. AFP

Vídd sem lengi hefur verið fyrir hendi

„Þessi framrás þjóðernispopúlistans Wilders og Frelsisflokks hans var kannski ekki eins mikil og einhverjir óttuðust á tímabili en eigi að síður er hann að bæta við nokkrum fjölda þingsæta. Það er samt ekki mikið meiri árangur en slíkir flokkar hafa áður náð í Hollandi. Þannig fékk flokkur Wilders til að mynda meira fylgi í þingkosningunum 2010. Þessi vídd hefur lengi verið til staðar í hollenskum stjórnmálum en árangur slíkra flokka hefur kannski fyrst og fremst verið sá að þeim hefur tekist að stýra umræðunni í innflytjendamálum.“

Þannig hafi Frelsisflokknum, og ýmsum öðrum hliðstæðum flokkum í Evrópuríkjum, tekist að fá hefðbundnari flokka til þess að taka upp og samþykkja hluta af málflutningi þeirra í garð útlendinga. „Það er þar sem árangurinn er mestur. Pólitík þessara flokka hefur snúist um að ala á ótta í garð útlendinga og þeim hefur tekist að dreifa þeim ótta. Hins vegar er það engu að síður svo að yfirgnæfandi meirihluti hollenskra kjósenda hafnar þessum málflutningi,“ segir Eiríkur ennfremur. Sósíaldemókratar hafi farið flatt í þessum efnum.

Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins.
Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins. AFP

Meiri áhrif en fylgið gefur til kynna

„Þegar hollenskir sósíaldemókratar fóru að elta þessi sjónarmið þá féll það ekki í kramið hjá kjósendum þeirra. Það er eitthvað sem við höfum séð víðar. Þegar sósíaldemókratar hafa farið að elta popúlíska flokka hefur það oft komið niður á fylgi þeirra,“ segir hann áfram. Talið berst að útspili flokks Ruttes fyrr á þessu ári þar sem auglýst var í blöðum að útlendingar sem kæmu til Hollands en vildu síðan ekki hegða sér og virða frjálslynd gildi landsins gætu farið heim til sín. Eiríkur segir að þetta sé eitt dæmi um áhrif popúlískra flokka.

Frétt mbl.is: „Ef þér líkar ekki vistin hér, farðu“

„Ég hugsa að hvað sem líður fylgi Frelsisflokksins þá sé þetta besti árangur þjóðernispopúlista í Hollandi í því að láta umræðuna hverfast um sig. Hún hefur aldrei hverfst svona mikið um þeirra sjónarmið,“ segir Eiríkur. Spurður hvort málstaður Frelsisflokksins sé í sókn eða sé að dvína í ljósi niðurstaðna kosninganna segir hann að það sé ekki hægt að draga miklar ályktanir um það í ljósi þeirra. „Hann er bara til staðar. Þetta sýnir að slíkir flokkar eru sterkt afl í Evrópu en umræðan um áherslur þeirra er samt ekki samræmi við stærð þeirra, það er gert allt of mikið úr stuðningnum við þá.“

Sjónarmið slíkra flokka njóti hvergi meirihlutastuðnings. Þau séu til staðar en séu hins vegar minnihlutasjónarmið. „Það sem mér finnst athyglisverðast er að þeim er að takast að hafa áhrif á stjórnmálin umfram það sem fylgi þeirra gefur til kynna að þeir ættu að hafa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Suzuki Grand Vitara árgerð 2006
Eldsneyti / Vél Bensín Akstur 190 þús km 4 strokkar 1.995 cc. Innspýtin...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...