Kosta Ríka stóðst flóðbylgju ferðamanna

Árið 1988 komu 329 þúsund ferðamanna til landsins og var …
Árið 1988 komu 329 þúsund ferðamanna til landsins og var sú tala komin í tæplega 2,7 milljónir árið 2015. AFP

Ferðaþjónustan í Kosta Ríka fór í gegnum ævintýralegt vaxtarskeið þegar ferðamönnum þar fjölgaði að meðaltali um 14% á ári, á árunum 1986 til 1994. Á sama tíma tókst landinu þó að verða fyrirmyndarland í sjálfbærri ferðamennsku, en um helmingur þeirra sem sækja landið heim taka þátt í einhvers konar umhverfisferðamennsku (e. ecotourism), og stóðst þannig flóðbylgju ferðamannanna.

Þetta segir Roberto Artavia Loria, varaforseti Social Progress Imperative-stofnunarinnar, sem halda mun fyrirlestur þessa efnis á ráðstefnunni What Works 2017 í Hörpu í apríl. Fer hann yfir það hvernig landið hefur tekið út ferðaþjónustuna með mælitækjum vísitölu félagslegra framfara. Verkefnið var verðlaunað af Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna í janúar á þessu ári.

Ferðaþjónusta hefur verið undirstöðuatvinnugrein í Kosta Ríka um árabil en frá 1995 hefur engin grein aflað meira af erlendum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Árið 1988 komu 329 þúsund ferðamanna til landsins og var sú tala komin í tæplega 2,7 milljónir árið 2015.

Alþjóðlega ráðstefnan What Works verður haldin í apríl í Reykjavík annað árið í röð. Fyrirlestur Loria er hliðarviðburður á ráðstefnunni.  Viðfangsefnið er hvaða aðferðir gefast best til að efla félagslegar framfarir. Fyrirlesarar eru hátt í 40 og koma meðal annars frá MIT, Princeton, The Economist, BBC og Microsoft.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn 

Hér er hægt að skrá sig á What Works

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert