Íslenskunám vel sótt í háskólum í Japan

Karítas dúxaði í Menntaskólanum við Hamrahlíð með meðaleinkunnina 9,71 og ...
Karítas dúxaði í Menntaskólanum við Hamrahlíð með meðaleinkunnina 9,71 og fór síðan í íslenskunám. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í skiptinámi í Tókýó hjálpaði Karítas Hrundar Pálsdóttir við íslenskukennslu í skólanum. Þá datt henni í hug að taka viðtöl við nokkra af tugum nemenda í áfanganum til að komast að því hvers vegna þeir hefðu valið þetta fjarlæga, framandi tungumál og hvernig þeir sæju fram á að nýta það í framtíðinni. Svörin voru af ýmsum toga og birti Karítas nýlega grein um verkefnið.

Tungumál er lykill að nýjum menningarheimi og mér fannst spennandi að kynnast þeirri framandi menningu sem er í Japan,“ segir Karítas Hrundar Pálsdóttir sem skrifaði grein í Mími, tímarit félags stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, um íslenskunám í Japan sem er vinsælla en margur hefði haldið.

Greinin byggist á viðtölum sem Karítas tók við nemendur sem lögðu stund á íslensku við Waseda-háskóla í Tókýó á síðasta skólaári og segir frá því af hverju nemendurnir kusu að læra íslensku og hvernig þeir töldu að íslenskunámið kynni að nýtast þeim í framtíðinni.

„Ég var í Waseda-háskóla í eitt ár að læra japönsku og með því lærði ég að skilja betur japanska menningu. Japanska er einstakt tungumál meðal annars vegna þess að skyldleiki hennar við önnur tungumál er óljós. Kenningar hafa komið fram um að hún sé skyld tyrknesku en fleiri eru sammála þeirri kenningu að japanska sé fjarskyld kóresku. Það eru margar mállýskur í Japan og vegna þess að þær skiljast ekki vel innbyrðis mætti segja að þetta væru mörg tungumál samkvæmt ströngustu skilgreiningu,“ segir Karítas.

Viðhélt málinu með Disney

Það eru nokkur ár síðan Karítas kynntist fyrst japönskunni. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum og tók til dæmis tvo áfanga í japönsku í MH. Ég smitaðist af áhuga kennarans á þessu skemmtilega tungumáli og síðan eignaðist ég japanska vinkonu sem var skiptinemi á Íslandi. Hún talaði voða litla íslensku og ensku á þeim tíma og því langaði mig enn meira til að læra japönsku svo ég gæti talað við hana.

Á háannatímum eru lestirnar í Tókýó jafnan yfirfullar af fólki.
Á háannatímum eru lestirnar í Tókýó jafnan yfirfullar af fólki. Ljósmynd/Karítas Hrundar Pálsdóttir


Þegar við síðan hittumst aftur í Tókýó varð það að veruleika. Þá gat ég talað við hana á japönsku og það sem meira var hún gat talað íslensku við mig! Íslenskan hafði þá verið að síast inn hjá henni á meðan hún var á Íslandi en ekki farið að blómstra fyrr en hún kom aftur til Japans. Til að viðhalda tungumálinu horfði hún á Disney-myndir með íslensku tali.“

Framburðurinn þvælist fyrir

Íslenska hefur verið kennd í Japan í meira en fjörutíu ár og þar er nú hægt að finna íslenskunámskeið í þremur háskólum. Í Waseda-háskóla sátu eitt árið hundrað og tíu nemendur grunnnámskeið í íslensku en síðastliðið vor voru nemendurnir tæplega fjörutíu. Þeir stunduðu nám í mörgum ólíkum deildum, meðal annars lögfræði, upplýsingatækni og rússneskri bókmenntafræði svo eitthvað sé nefnt.

„Þegar maður lærir nýtt tungumál er allt dálítið framandi. Það er margt í íslensku, eins og til dæmis beygingar, sem getur vafist fyrir nemendum í byrjun. Ýmislegt er ólíkt, til dæmis er [l] og [r] mismunandi birtingarmyndir eins og sama hljóðsins /r/ í japönsku þannig að framburður þessara hljóða í íslenskum orðum er sérstaklega erfiður fyrir Japani. Morita, kennarinn sem ég vitnaði í í greininni, sagði einhvern tímann við Morgunblaðið að það væri ekkert svo erfitt að læra íslensku. Japönsku nemendurnir voru ekki endilega sammála því enda finnst flestum krefjandi að læra framandi tungumál.“

Karítas stundar nám í íslensku með japönsku sem aukagrein við Háskóla Íslands. Auk þess að leggja stund á japönsku við Waseda-háskóla aðstoðaði Karítas íslenskukennara skólans, Miyagi, við íslenskukennsluna og var gjarnan beðin um að lesa upp orð á íslensku.

„Mér þótti áhugavert að spyrja íslenskunemana í námskeiðinu hvers vegna þeir hefðu valið að læra íslensku. Það var gaman að heyra að ástæður þeirra voru að vissu leyti líkar mínum. Þeir vildu auka læsi sitt á framandi menningu og verða með því víðsýnni. Nýtt tungumál opnar sýn inn í nýjan heim. Til þess að skilja samfélagið, geta búið í framandi landi og átt í samskiptum við aðrar þjóðir er svo mikilvægt að læra tungumálið,“ segir Karítas.

Í Tókýó. Karítas hlaut styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum til skiptináms.
Í Tókýó. Karítas hlaut styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum til skiptináms. Ljósmynd/Karítas Hrundar Pálsdóttir


Langar að lesa Snorra-Eddu

Í viðtölunum spurði Karítas hvað hefði vakið áhuga nemendanna á íslensku og voru svörin mjög fjölbreytt. Einn nefndi íslenska náttúru og annar kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Þriðja langaði til að lesa Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness á íslensku og fjórða langaði að lesa Snorra-Eddu. Þá hafði einn fengið áhuga á íslensku af því að hann hafði heyrt um Jóhönnu Sigurðardóttur, annar var hrifinn af tölvuleikjafígúrum úr norrænni goðafræði og enn annar hafði áhuga á íslenskri matargerð. Karítas segir að námskeiðið hafi vakið enn frekari áhuga nemendanna á Íslandi.

„Vissulega vakti námið enn meiri áhuga hjá þeim. Þau höfðu öll heyrt eitthvað um Ísland en aðeins einn hafði komið til landsins. Alla langaði þó að heimsækja Ísland, kynnast menningunni af eigin raun og vera þar sem málið er talað.“

Óáþreifanlegur ávinningur

Ekki er hægt að segja að íslenskunemar í Japan megi vænta fjárhagslegs ávinnings af náminu, eða að minnsta kosti ekki með beinum hætti, en aðsókn í námskeiðið má hugsanlega rekja til samkeppni á japönskum vinnumarkaði. Hefur Guðrún Helga Halldórsdóttir, meistaranemi við Waseda-háskóla, bent á í þessu samband á að vegna mikils fólksfjölda í Japan geti verið mikilvægt að skera sig úr í atvinnuviðtölum. En nemendur gáfu þó fleiri skýringar þegar þeir voru spurðir um gildi námsins.

„Íslenska hefur ekki augljóst hagnýtt gildi fyrir nemendurna. Það liggur eitthvað meira að baki, eitthvað persónulegra og kannski eitthvað sammannlegra,“ segir Karítas. Heimspekineminn sagði sig langa til að kynnst hugsunarhætti Íslendinga. Kennaranemann langaði að bera saman íslenskt og japanskt menntakerfi. Landafræðinemann langaði að skilja betur leyndardómsfulla náttúru Íslands, auk sögu og menningu landsins. Aðrir nefndu að tungumálanámið gæti verið hagnýtt hvað varðaði samskipti.

Kurteisin til fyrirmyndar

„Að sjálfsögðu er margt ólíkt en það kemur líka skemmtilega á óvart hversu margt er líkt með þessum tveimur löndum. Í Japan er mikið af heitu vatni og svokölluð „onsen“ eða baðhús en á Íslandi höfum við sundalaugarnar. Í báðum löndum borðum við mikinn fisk. Þetta eru hvort tveggja eyþjóðir og einsleit þjóðfélög þannig að á báðum stöðum vekur athygli almennings að útlendingar komi til landsins til að læra tungumálið,“ segir Karítas um samanburð milli þjóðanna. „Japanir eru einstaklega kurteisir og góðir heim að sækja.“

Innlent »

Rýma vél Icelandair eftir óhapp

14:07 Farþegar um borð í flugvél Icelandair, sem átti að fara í loftið klukkan 13 til Kaupmannahafnar, þurftu rétt í þessu að yfirgefa vélina eftir að landgöngubrú rakst utan í hana. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Aðstoðuðu grænlenska konu í neyð

13:32 Grænlensk kona varð strandaglópur í Keflavík með tvö ung börn í gær, á sjálfan þjóðhátíðardag Grænlands. Í fyrstu var leitað til danska sendiráðsins sem hafði fá svör. Íslendingar tóku þá höndum saman og skutu skjólshúsi yfir hana og aðstoðuðu með ýmsum hætti. Meira »

Krefjandi leið fram undan

13:24 Jón Óli Ólafsson, einn keppenda í einstaklingsflokki WOW Cyclothon, hjólar nú yfir Öxi eftir erfiða nótt að baki. Mikil rigning og mótvindur gerði keppendum erfitt fyrir en veður fer nú batnandi. Meira »

Hópmálsókn gegn Björgólfi vísað frá

13:16 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Dómurinn taldi stöðu hluthafanna of ólíka til þess að hægt væri að höfða hópmál, en þetta er í fyrsta sinn sem reynir á svona hópmálsókn. Meira »

Rimantas á tvö börn hér á landi

13:15 Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hefur fengið farsíma­gögn sem kynnu að gefa vís­bend­ing­ar um hvar Rim­antas Rimkus er að finna. Ekk­ert hef­ur spurst til Rimantas, sem er 38 ára Lithái, frá því um síðustu mánaðamót. Meira »

Fer yfir á ótrúlegum hraða

11:53 Bandaríkjamaðurinn Peter Colijn heldur áfram að auka forskot sitt í einstaklingsflokki WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar og er nú um 150 kílómetrum á undan Jakub Dovrák sem er í öðru sæti. Meira »

Gott að vera í skjóli Esjunnar

11:45 Veðurspár gera ráð fyrir frekar stífri norðaustanátt um allt land á laugardag en skaplegra veðri á sunnudag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að besta veðrið um helgina verði á Suðurlandi, þar verði minnsti vindurinn og minnsta úrkoman og hiti fer í 15 gráður. Meira »

„Ekki eftir neinu að bíða“

11:48 „Það er ekki eftir neinu að bíða, við höfum sagt að við ætlum að koma fram með lagafrumvarp strax í haust um þessi mál,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra eftir blaðamanna­fund í ráðuneytinu í morgun. Meira »

Óvænt þátttakandi í brúðkaupi

11:36 „Það var nógu fyndið um daginn þegar ég fékk bæði sms-skilaboð og tölvupóst frá brúðkaupsgestum, en þegar ég fékk tölvupóst frá sýslumanni þá fékk ég kast,“ segir Sigrún Helga Lund, sem hefur síðstu vikur fengið tölvupósta og sms-skilaboð í tengslum við brúðkaup sem fer fram á Vestfjörðum. Meira »

Reyndi að bana manni með hamri

11:25 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa slegið mann ítrekað í höfuð og líkama með klaufhamri. Fórnarlambið var greint með flog eftir árásina og líkur eru á varanlegum sjónskaða. Meira »

Hjóluðu brosandi í gegnum Akureyri

10:18 Keppendur í WOW Cyclothon voru glaðir í bragði þegar þeir hjóluðu í gegnum Akureyri og inn Eyjafjörð fyrr í dag, en fréttaritari Morgunblaðsins á svæðinu smellti myndum af keppendum. Meira »

Tekjur sveitarfélaga jukust um 8%

10:17 Tekjur íslenskra sveitarfélaga jukust um 8% milli áranna 2015 og 2016 og hefur tekjuvöxtur samstæðu sveitarfélaganna ekki verið eins hraður frá árinu 2007 þegar hann var 11%. Meira »

Costco lækkar olíuverð enn frekar

09:46 Lítr­inn á díselol­íu hjá Costco hef­ur lækkað úr 158,9 krónum niður í 155,9 krónur. Er verðið tölu­vert lægra en hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um. Við opnun verslunarinnar þann 23. maí sl. kostaði lítrinn 164,9 krónur. Meira »

Skógafoss á rauðan lista

09:13 Náttúruvættið Skógafoss hefur verið fært á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði í hættu. Stofnunin gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi en á tveggja ára fresti er gefinn út svokallaður rauður listi sem byggður er á ástandsskýrslunni. Meira »

Lið Zwift og CCP í forystu

08:35 Keppendur í liðakeppni WOW Cyclothon voru heldur óheppnir með veður í nótt, en mikil rigning var frá Staðarskála til Akureyrar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru tvö lið í B-flokki í forystu, það eru lið Zwift og lið CCP sem eru komin við Mývatn. Meira »

Fundinn eftir 16 daga leit

09:26 Kötturinn Gutti Diego sem týndist þann 6. júní á flugvellinum í Alicante er nú fundinn eftir 16 daga leit. Gutti er illa farinn en ennþá lifandi. Meira »

Kalla eftir tvöföldun Reykjanesbrautar

09:03 Mikilvægt er að mörkuð sé heildarstefna fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda er ákveðin og fjármagn tryggt. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær, en þar var minnisblað vegna samgöngumála lagt fram. Meira »

Almenn ánægja meðal foreldra

07:48 96% foreldra leikskólabarna í Reykjavík eru ánægð með leikskólann sem barnið þeirra er í, samkvæmt könnun sem fjallað er um á vef borgarinnar. Meira »

Wow Cyclothon

Stimplar
...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Deiluskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að breyting...