Íslenskunám vel sótt í háskólum í Japan

Karítas dúxaði í Menntaskólanum við Hamrahlíð með meðaleinkunnina 9,71 og ...
Karítas dúxaði í Menntaskólanum við Hamrahlíð með meðaleinkunnina 9,71 og fór síðan í íslenskunám. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í skiptinámi í Tókýó hjálpaði Karítas Hrundar Pálsdóttir við íslenskukennslu í skólanum. Þá datt henni í hug að taka viðtöl við nokkra af tugum nemenda í áfanganum til að komast að því hvers vegna þeir hefðu valið þetta fjarlæga, framandi tungumál og hvernig þeir sæju fram á að nýta það í framtíðinni. Svörin voru af ýmsum toga og birti Karítas nýlega grein um verkefnið.

Tungumál er lykill að nýjum menningarheimi og mér fannst spennandi að kynnast þeirri framandi menningu sem er í Japan,“ segir Karítas Hrundar Pálsdóttir sem skrifaði grein í Mími, tímarit félags stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, um íslenskunám í Japan sem er vinsælla en margur hefði haldið.

Greinin byggist á viðtölum sem Karítas tók við nemendur sem lögðu stund á íslensku við Waseda-háskóla í Tókýó á síðasta skólaári og segir frá því af hverju nemendurnir kusu að læra íslensku og hvernig þeir töldu að íslenskunámið kynni að nýtast þeim í framtíðinni.

„Ég var í Waseda-háskóla í eitt ár að læra japönsku og með því lærði ég að skilja betur japanska menningu. Japanska er einstakt tungumál meðal annars vegna þess að skyldleiki hennar við önnur tungumál er óljós. Kenningar hafa komið fram um að hún sé skyld tyrknesku en fleiri eru sammála þeirri kenningu að japanska sé fjarskyld kóresku. Það eru margar mállýskur í Japan og vegna þess að þær skiljast ekki vel innbyrðis mætti segja að þetta væru mörg tungumál samkvæmt ströngustu skilgreiningu,“ segir Karítas.

Viðhélt málinu með Disney

Það eru nokkur ár síðan Karítas kynntist fyrst japönskunni. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum og tók til dæmis tvo áfanga í japönsku í MH. Ég smitaðist af áhuga kennarans á þessu skemmtilega tungumáli og síðan eignaðist ég japanska vinkonu sem var skiptinemi á Íslandi. Hún talaði voða litla íslensku og ensku á þeim tíma og því langaði mig enn meira til að læra japönsku svo ég gæti talað við hana.

Á háannatímum eru lestirnar í Tókýó jafnan yfirfullar af fólki.
Á háannatímum eru lestirnar í Tókýó jafnan yfirfullar af fólki. Ljósmynd/Karítas Hrundar Pálsdóttir


Þegar við síðan hittumst aftur í Tókýó varð það að veruleika. Þá gat ég talað við hana á japönsku og það sem meira var hún gat talað íslensku við mig! Íslenskan hafði þá verið að síast inn hjá henni á meðan hún var á Íslandi en ekki farið að blómstra fyrr en hún kom aftur til Japans. Til að viðhalda tungumálinu horfði hún á Disney-myndir með íslensku tali.“

Framburðurinn þvælist fyrir

Íslenska hefur verið kennd í Japan í meira en fjörutíu ár og þar er nú hægt að finna íslenskunámskeið í þremur háskólum. Í Waseda-háskóla sátu eitt árið hundrað og tíu nemendur grunnnámskeið í íslensku en síðastliðið vor voru nemendurnir tæplega fjörutíu. Þeir stunduðu nám í mörgum ólíkum deildum, meðal annars lögfræði, upplýsingatækni og rússneskri bókmenntafræði svo eitthvað sé nefnt.

„Þegar maður lærir nýtt tungumál er allt dálítið framandi. Það er margt í íslensku, eins og til dæmis beygingar, sem getur vafist fyrir nemendum í byrjun. Ýmislegt er ólíkt, til dæmis er [l] og [r] mismunandi birtingarmyndir eins og sama hljóðsins /r/ í japönsku þannig að framburður þessara hljóða í íslenskum orðum er sérstaklega erfiður fyrir Japani. Morita, kennarinn sem ég vitnaði í í greininni, sagði einhvern tímann við Morgunblaðið að það væri ekkert svo erfitt að læra íslensku. Japönsku nemendurnir voru ekki endilega sammála því enda finnst flestum krefjandi að læra framandi tungumál.“

Karítas stundar nám í íslensku með japönsku sem aukagrein við Háskóla Íslands. Auk þess að leggja stund á japönsku við Waseda-háskóla aðstoðaði Karítas íslenskukennara skólans, Miyagi, við íslenskukennsluna og var gjarnan beðin um að lesa upp orð á íslensku.

„Mér þótti áhugavert að spyrja íslenskunemana í námskeiðinu hvers vegna þeir hefðu valið að læra íslensku. Það var gaman að heyra að ástæður þeirra voru að vissu leyti líkar mínum. Þeir vildu auka læsi sitt á framandi menningu og verða með því víðsýnni. Nýtt tungumál opnar sýn inn í nýjan heim. Til þess að skilja samfélagið, geta búið í framandi landi og átt í samskiptum við aðrar þjóðir er svo mikilvægt að læra tungumálið,“ segir Karítas.

Í Tókýó. Karítas hlaut styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum til skiptináms.
Í Tókýó. Karítas hlaut styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum til skiptináms. Ljósmynd/Karítas Hrundar Pálsdóttir


Langar að lesa Snorra-Eddu

Í viðtölunum spurði Karítas hvað hefði vakið áhuga nemendanna á íslensku og voru svörin mjög fjölbreytt. Einn nefndi íslenska náttúru og annar kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Þriðja langaði til að lesa Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness á íslensku og fjórða langaði að lesa Snorra-Eddu. Þá hafði einn fengið áhuga á íslensku af því að hann hafði heyrt um Jóhönnu Sigurðardóttur, annar var hrifinn af tölvuleikjafígúrum úr norrænni goðafræði og enn annar hafði áhuga á íslenskri matargerð. Karítas segir að námskeiðið hafi vakið enn frekari áhuga nemendanna á Íslandi.

„Vissulega vakti námið enn meiri áhuga hjá þeim. Þau höfðu öll heyrt eitthvað um Ísland en aðeins einn hafði komið til landsins. Alla langaði þó að heimsækja Ísland, kynnast menningunni af eigin raun og vera þar sem málið er talað.“

Óáþreifanlegur ávinningur

Ekki er hægt að segja að íslenskunemar í Japan megi vænta fjárhagslegs ávinnings af náminu, eða að minnsta kosti ekki með beinum hætti, en aðsókn í námskeiðið má hugsanlega rekja til samkeppni á japönskum vinnumarkaði. Hefur Guðrún Helga Halldórsdóttir, meistaranemi við Waseda-háskóla, bent á í þessu samband á að vegna mikils fólksfjölda í Japan geti verið mikilvægt að skera sig úr í atvinnuviðtölum. En nemendur gáfu þó fleiri skýringar þegar þeir voru spurðir um gildi námsins.

„Íslenska hefur ekki augljóst hagnýtt gildi fyrir nemendurna. Það liggur eitthvað meira að baki, eitthvað persónulegra og kannski eitthvað sammannlegra,“ segir Karítas. Heimspekineminn sagði sig langa til að kynnst hugsunarhætti Íslendinga. Kennaranemann langaði að bera saman íslenskt og japanskt menntakerfi. Landafræðinemann langaði að skilja betur leyndardómsfulla náttúru Íslands, auk sögu og menningu landsins. Aðrir nefndu að tungumálanámið gæti verið hagnýtt hvað varðaði samskipti.

Kurteisin til fyrirmyndar

„Að sjálfsögðu er margt ólíkt en það kemur líka skemmtilega á óvart hversu margt er líkt með þessum tveimur löndum. Í Japan er mikið af heitu vatni og svokölluð „onsen“ eða baðhús en á Íslandi höfum við sundalaugarnar. Í báðum löndum borðum við mikinn fisk. Þetta eru hvort tveggja eyþjóðir og einsleit þjóðfélög þannig að á báðum stöðum vekur athygli almennings að útlendingar komi til landsins til að læra tungumálið,“ segir Karítas um samanburð milli þjóðanna. „Japanir eru einstaklega kurteisir og góðir heim að sækja.“

Innlent »

Hálka og stórhríð á Hellisheiði

00:12 Hálka og stórhríð er á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og mjög víða á Suðurlandi. Meira »

Verðlauna einstakt hugrekki til sjós

Í gær, 21:48 Alþjóðasiglingamálastofnunin leitar nú eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2007 og mega þjóðir eða samtök tilnefna einstakling eða hóp til verðlaunanna. Meira »

Segist ekki hafa brotið gegn siðareglum

Í gær, 21:30 „Ég vísa þessu alfarið á bug,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, um mat Lögmannafélags Íslands að hann hafi brotið gegn siðareglum lögmanna með tölvupóstsendingum sínum til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Rúv greindi fyrst frá málinu. Meira »

Ók utan í vegrið á Elliðaárbrú

Í gær, 20:56 Bifreið var ekið utan í vegrið á Elliðaárbrúnni, á milli Breiðholts og Árbæjar. Fyrst var talið að um tveggja bíla árekstur hafi verið að ræða en það reyndist ekki rétt Meira »

Nelson lávarður til landsins í júní

Í gær, 20:27 Fyrsta hásiglda skipið, sem hannað var og smíðað með þarfir hreyfihamlaðra í huga, kemur til Reykjavíkurhafnar þann 23. júní næstkomandi. Skipið siglir undir breskum fána og ber nafnið Lord Nelson, eftir hinum fræga aðmírál þeirra Breta. Meira »

Hundurinn baðaði vankaðan fuglinn

Í gær, 19:50 „Ég sat við tölvuna og hafði opnað út á svalir þegar hundurinn minn, hann Tígull, kom vælandi til mín og hætti ekki fyrr en ég elti hann þangað.“ Þannig hefst frásögn Gunnars Kr. Sigurjónssonar en Tígull var að reyna að benda eiganda sínum á að á svölunum væri lítill fugl. Meira »

Erum við að fara í sama farið?

Í gær, 19:32 „Frá því að ég var kosin formaður Viðskiptaráðs hef ég verið að leggja áherslu á fjölbreytileika,“ segir Katrín Olga Jóhannesdóttir í samtali við mbl.is. Hún hefur birt níu örfærslur um fjölbreytileika á Facebook síðustu daga og segir ærna ástæðu til. Meira »

Lægri virðisaukaskatt á túrtappa

Í gær, 19:36 Lagt er til að einnota og margnota tíðavörur, þar með talin dömubindi, tíðatappar og álfabikarar, ásamt öllum tegundum getnaðarvarna, falli í lægra þrep virðisaukaskatts í frumvarpi til laga um breytingu á virðisaukaskatti sem var lagt fram á Alþingi í dag. Meira »

Þátttakan öllum mikið gleðiefni

Í gær, 19:30 Daði Þorkelsson rannsóknarlögreglumaður var í alþjóðlegu liði lögreglumanna í kyndilhlaupi á milli bæja í Austurríki vegna alþjóðavetrarleika Special Olympics, sem nú standa yfir í Graz og Schladming og lýkur á laugardag. Meira »

Ekki í lagi að vera eina konan á fundum

Í gær, 19:27 Núverandi og fyrrverandi kvenkyns bæjarstjórar sem mbl.is ræddi við í dag eru sammála um að hlutfall kvenna í stöðum sveitar- og bæjarstjóra eigi að vera miklu hærra og hvetja þær konur til að gefa kost á sér. Í dag er aðeins 16 sveitarfélögum af 74 stjórnað af konum. Meira »

Deilt um kynferðisofbeldi í unglingabók

Í gær, 19:22 „Við verðum að vera meðvituð um hvað börnin okkar lesa,“ segir Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir um unglingabókina Villi vampíra í bókaflokknum Gæsahúð eftir Helga Jónsson. Bryndís líkt og margir aðrir hefur deilt myndunum á Facebook þar sem strikað hefur verið yfir lýsingu á kynferðisofbeldi. Meira »

Tengsl við stóriðju aðeins eitt atriði

Í gær, 18:40 Þeir sem standa að almennri rannsókn Háskóla Íslands á mergæxlum ætla að taka þrjú ár að fá inn blóðprufur þeirra sem samþykkt hafa að vera með í rannsókninni. Síðan verður öllum þátttakendum fylgst eftir í 5-7 ár. Meira »

Gamalt skólahús setur svip á sveitina

Í gær, 18:30 Burstirnar tvær á Húsmæðraskólanum á Laugum í Þingeyjarsveit hafa sett svip sinn á skólastaðinn í nærfellt 90 ár. Innandyra er mikið af gömlum munum úr eigu skólans frá því hann starfaði og öll herbergi eru full af menningu og minningum. Meira »

Hönnun og húsgögn í Hörpu

Í gær, 17:43 Það er mikið um að vera í Hörpu í tengslum við Hönnunarmars. Í dag opna tvær sýningar: annarsvegar sýna húsgagnaframleiðendur þversnið af því sem verið er að gera í íslenskri húsgagnaframleiðslu og íslenskir arkitektar standa fyrir sýningunni Virðisaukandi arkitektúr þar sem verðlaunatillögur af ýmsu tagi eru til sýnis. Meira »

Vilja síst selja Landsbankann

Í gær, 17:12 Um 30% Íslendinga eru hlynntir því að ríkið selji hlut sinn í Arion banka samanborið við 24% sem töldu rétt að ríkið seldi hlut sinn í Íslandsbanka. Aðeins 13% voru aftur á móti hlynntir því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Meira »

Vinnslustöðin fær ekki 500 milljónir

Í gær, 18:29 Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gegn ríkinu vegna sérstaks veiðigjalds sem lagt var á fiskveiðiárið 2012-2013. Vinnslustöðin var dæmd til að greiða ríkinu tvær milljónir króna í málskostnað. Meira »

Gæti orðið hvati að fleiri árásum

Í gær, 17:38 „Ein af hættunum við árásir sem eru líkar þeirri sem gerð var í London í gær er að hún gæti orðið hvati að fleiri árásum, ekki endilega í Bretlandi heldur annars staðar í Evrópu,“ segir Brynja Huld Óskarsdóttir sem starfar sem hryðjuverkasérfræðingur hjá áhættugreiningarfyrirtæki í London. Meira »

Byrjað að sópa götur og stíga

Í gær, 16:34 Byrjað var að sópa götur og stíga í Reykjavík í dag og er það samkvæmt áætlun um hreinsun. Fjölförnustu leiðirnar verða hreinsaðar fyrst en það eru allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar. Meira »
Zetor 7043 árg. ´98 til sölu Bremsur, k
Zetor 7341 turbo, árg. ´98 til sölu Er með ámoksturstækjum. Bremsur, kúpling, mó...
Ljosmyndari.is hefur opnað vefverslun
Höfum opnað vefverslun með ýmsar ljósmyndavörur. Svo sem flöss, töskur, filt...
Til leigu
3 herbegja íbúð, um 90 fm í Hamrahverfi í Grafarvogi er til leigu frá og með 1. ...
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
 
Starfsmaður óskast
Önnur störf
Starfsmaður óskast Vegna mikilla v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...