Íslenskunám vel sótt í háskólum í Japan

Karítas dúxaði í Menntaskólanum við Hamrahlíð með meðaleinkunnina 9,71 og ...
Karítas dúxaði í Menntaskólanum við Hamrahlíð með meðaleinkunnina 9,71 og fór síðan í íslenskunám. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í skiptinámi í Tókýó hjálpaði Karítas Hrundar Pálsdóttir við íslenskukennslu í skólanum. Þá datt henni í hug að taka viðtöl við nokkra af tugum nemenda í áfanganum til að komast að því hvers vegna þeir hefðu valið þetta fjarlæga, framandi tungumál og hvernig þeir sæju fram á að nýta það í framtíðinni. Svörin voru af ýmsum toga og birti Karítas nýlega grein um verkefnið.

Tungumál er lykill að nýjum menningarheimi og mér fannst spennandi að kynnast þeirri framandi menningu sem er í Japan,“ segir Karítas Hrundar Pálsdóttir sem skrifaði grein í Mími, tímarit félags stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, um íslenskunám í Japan sem er vinsælla en margur hefði haldið.

Greinin byggist á viðtölum sem Karítas tók við nemendur sem lögðu stund á íslensku við Waseda-háskóla í Tókýó á síðasta skólaári og segir frá því af hverju nemendurnir kusu að læra íslensku og hvernig þeir töldu að íslenskunámið kynni að nýtast þeim í framtíðinni.

„Ég var í Waseda-háskóla í eitt ár að læra japönsku og með því lærði ég að skilja betur japanska menningu. Japanska er einstakt tungumál meðal annars vegna þess að skyldleiki hennar við önnur tungumál er óljós. Kenningar hafa komið fram um að hún sé skyld tyrknesku en fleiri eru sammála þeirri kenningu að japanska sé fjarskyld kóresku. Það eru margar mállýskur í Japan og vegna þess að þær skiljast ekki vel innbyrðis mætti segja að þetta væru mörg tungumál samkvæmt ströngustu skilgreiningu,“ segir Karítas.

Viðhélt málinu með Disney

Það eru nokkur ár síðan Karítas kynntist fyrst japönskunni. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum og tók til dæmis tvo áfanga í japönsku í MH. Ég smitaðist af áhuga kennarans á þessu skemmtilega tungumáli og síðan eignaðist ég japanska vinkonu sem var skiptinemi á Íslandi. Hún talaði voða litla íslensku og ensku á þeim tíma og því langaði mig enn meira til að læra japönsku svo ég gæti talað við hana.

Á háannatímum eru lestirnar í Tókýó jafnan yfirfullar af fólki.
Á háannatímum eru lestirnar í Tókýó jafnan yfirfullar af fólki. Ljósmynd/Karítas Hrundar Pálsdóttir


Þegar við síðan hittumst aftur í Tókýó varð það að veruleika. Þá gat ég talað við hana á japönsku og það sem meira var hún gat talað íslensku við mig! Íslenskan hafði þá verið að síast inn hjá henni á meðan hún var á Íslandi en ekki farið að blómstra fyrr en hún kom aftur til Japans. Til að viðhalda tungumálinu horfði hún á Disney-myndir með íslensku tali.“

Framburðurinn þvælist fyrir

Íslenska hefur verið kennd í Japan í meira en fjörutíu ár og þar er nú hægt að finna íslenskunámskeið í þremur háskólum. Í Waseda-háskóla sátu eitt árið hundrað og tíu nemendur grunnnámskeið í íslensku en síðastliðið vor voru nemendurnir tæplega fjörutíu. Þeir stunduðu nám í mörgum ólíkum deildum, meðal annars lögfræði, upplýsingatækni og rússneskri bókmenntafræði svo eitthvað sé nefnt.

„Þegar maður lærir nýtt tungumál er allt dálítið framandi. Það er margt í íslensku, eins og til dæmis beygingar, sem getur vafist fyrir nemendum í byrjun. Ýmislegt er ólíkt, til dæmis er [l] og [r] mismunandi birtingarmyndir eins og sama hljóðsins /r/ í japönsku þannig að framburður þessara hljóða í íslenskum orðum er sérstaklega erfiður fyrir Japani. Morita, kennarinn sem ég vitnaði í í greininni, sagði einhvern tímann við Morgunblaðið að það væri ekkert svo erfitt að læra íslensku. Japönsku nemendurnir voru ekki endilega sammála því enda finnst flestum krefjandi að læra framandi tungumál.“

Karítas stundar nám í íslensku með japönsku sem aukagrein við Háskóla Íslands. Auk þess að leggja stund á japönsku við Waseda-háskóla aðstoðaði Karítas íslenskukennara skólans, Miyagi, við íslenskukennsluna og var gjarnan beðin um að lesa upp orð á íslensku.

„Mér þótti áhugavert að spyrja íslenskunemana í námskeiðinu hvers vegna þeir hefðu valið að læra íslensku. Það var gaman að heyra að ástæður þeirra voru að vissu leyti líkar mínum. Þeir vildu auka læsi sitt á framandi menningu og verða með því víðsýnni. Nýtt tungumál opnar sýn inn í nýjan heim. Til þess að skilja samfélagið, geta búið í framandi landi og átt í samskiptum við aðrar þjóðir er svo mikilvægt að læra tungumálið,“ segir Karítas.

Í Tókýó. Karítas hlaut styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum til skiptináms.
Í Tókýó. Karítas hlaut styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum til skiptináms. Ljósmynd/Karítas Hrundar Pálsdóttir


Langar að lesa Snorra-Eddu

Í viðtölunum spurði Karítas hvað hefði vakið áhuga nemendanna á íslensku og voru svörin mjög fjölbreytt. Einn nefndi íslenska náttúru og annar kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Þriðja langaði til að lesa Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness á íslensku og fjórða langaði að lesa Snorra-Eddu. Þá hafði einn fengið áhuga á íslensku af því að hann hafði heyrt um Jóhönnu Sigurðardóttur, annar var hrifinn af tölvuleikjafígúrum úr norrænni goðafræði og enn annar hafði áhuga á íslenskri matargerð. Karítas segir að námskeiðið hafi vakið enn frekari áhuga nemendanna á Íslandi.

„Vissulega vakti námið enn meiri áhuga hjá þeim. Þau höfðu öll heyrt eitthvað um Ísland en aðeins einn hafði komið til landsins. Alla langaði þó að heimsækja Ísland, kynnast menningunni af eigin raun og vera þar sem málið er talað.“

Óáþreifanlegur ávinningur

Ekki er hægt að segja að íslenskunemar í Japan megi vænta fjárhagslegs ávinnings af náminu, eða að minnsta kosti ekki með beinum hætti, en aðsókn í námskeiðið má hugsanlega rekja til samkeppni á japönskum vinnumarkaði. Hefur Guðrún Helga Halldórsdóttir, meistaranemi við Waseda-háskóla, bent á í þessu samband á að vegna mikils fólksfjölda í Japan geti verið mikilvægt að skera sig úr í atvinnuviðtölum. En nemendur gáfu þó fleiri skýringar þegar þeir voru spurðir um gildi námsins.

„Íslenska hefur ekki augljóst hagnýtt gildi fyrir nemendurna. Það liggur eitthvað meira að baki, eitthvað persónulegra og kannski eitthvað sammannlegra,“ segir Karítas. Heimspekineminn sagði sig langa til að kynnst hugsunarhætti Íslendinga. Kennaranemann langaði að bera saman íslenskt og japanskt menntakerfi. Landafræðinemann langaði að skilja betur leyndardómsfulla náttúru Íslands, auk sögu og menningu landsins. Aðrir nefndu að tungumálanámið gæti verið hagnýtt hvað varðaði samskipti.

Kurteisin til fyrirmyndar

„Að sjálfsögðu er margt ólíkt en það kemur líka skemmtilega á óvart hversu margt er líkt með þessum tveimur löndum. Í Japan er mikið af heitu vatni og svokölluð „onsen“ eða baðhús en á Íslandi höfum við sundalaugarnar. Í báðum löndum borðum við mikinn fisk. Þetta eru hvort tveggja eyþjóðir og einsleit þjóðfélög þannig að á báðum stöðum vekur athygli almennings að útlendingar komi til landsins til að læra tungumálið,“ segir Karítas um samanburð milli þjóðanna. „Japanir eru einstaklega kurteisir og góðir heim að sækja.“

Innlent »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Matador heilsársdekk
Matador heilsársdekk fyrir sendibíla - Tilboð 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...