Sveitarfélögin sjái um eftirlitið

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, vill ekki ganga eins langt og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og banna útleigu íbúa í nafni Airbnb á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar vill hann að sveitarfélögin sjái um eftirlitið með slíkri starfsemi en eftirlitið er í dag á könnu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Frétt mbl.is: Bann ekki besta lausnin

Þetta er haft eftir Degi á vefsíðunni Túristi.is sem fjallar um ferðaiðnaðinn. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að eftirlitið verði ekki eins markvisst og það þarf að vera fyrr en það er komið í hendur sveitarfélaga.“Ármann telur að með slíku banni mætti bregðast við skorti á framboði á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem það myndi skila meiri tekjum til sveitarfélaganna í formi útsvars sem ekki skilið sér í dag af húsum sem séu í mikilli útleigu.

Frétt mbl.is: Alltof flókið að ská heimagistingu

„Það er hægt að setja Airbnb skorður í íbúðahverfum, og það höfum við gert. Mér finnst hins vegar mikilvægt að við gerum greinarmun á því að fjölskyldur leigja út frá sér í húsnæði sem þær búa í, eins og nokkurs konar húsaskipti,“ segir Dagur í þeim efnum. „Um íbúðir sem eru alfarið í ferðamannaleigu gildir öðru máli. Slíkar íbúðir eru einsog hver annar atvinnurekstur og við viljum koma í veg fyrir fjölgun þeirra á skilgreindum íbúasvæðum."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert