Ætlar að skoða umferðarlögin

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir umferðarlögin barns síns tíma og tímabært …
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir umferðarlögin barns síns tíma og tímabært að endurskoða þau. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Umferðarlögin sem tóku gildi fyrir 30 árum eru barn síns tíma og þau þarf að endurskoða. Þetta segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Á næstunni mun hann fara yfir þá vinnu sem þegar hefur verið lögð í endurskoðun á lögunum og ákveða næstu skref.

Meðal annars hefur Samgöngustofa sagt að umferðarlögin hafa ekki fylgt þeim breytingum sem hafa átt sér stað í samfélaginu með nýrri tækni og auknum umferðaþunga.

Mikil vinna að endurskoða lögin   

„Það er mikil vinna sem felst í heildarendurskoðun á lögunum,” segir hann en tekur fram að það sé hins vegar löngu tímabært að endurskoða þau. Hann reiknar ekki með að frumvarp um umferðarlög verði lagt fram í vor.  

Ef Jón mun skipa starfshóp til að vinna að breytingum á lögunum verður hann ekki fyrsti ráðherrann sem gerir slíkt. 

Fyrir tíu árum tók til starfa nefnd sér­fræðinga sem vann að heild­ar­end­ur­skoðun um­ferðarlag­anna. Kristján L. Möller, þáver­andi sam­göngu­málaráðherra, skipaði nefnd­ina. Tveim­ur árum síðar eða í byrj­un júní árið 2009 skilaði nefnd­in af sér til­lög­um. Frum­varp til nýrra um­ferðarlaga var lagt fram á hverju ári frá 2009 - 2012 eða á 138., 139., 140. og 141. lög­gjaf­arþingi en hlaut ekki af­greiðslu. 

Á þessu 30 ára tímabili hefur verið prjónað við lögin og gerðar ýmsar minni hátt­ar breyt­ing­ar sem varða helst breyt­ing­ar á stjórn­sýslu eða sekt­ar­á­kvæðum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert