„Þetta er bara sá tími sem við höfum“

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson.

Ólaf­ur Hauks­son héraðssak­sókn­ari staðfestir að mál vegna hvarfs og andláts Birnu Brjánsdóttur sé komið til hans embættis. Ólafur hefur fjórar vikur til að ákveða hvort ákæra verði gefin út á hendur skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu.

Grænlenski skipverjinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu verður áfram í gæsluvarðhaldi. 

Skipverjinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í átta vikur en ekki má hafa fólk í gæslu­v­arðhaldi leng­ur en í tólf vik­ur áður en ákæra er gef­in út. Embætti héraðssaksóknara hefur því fjórar vikur til að taka ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út á hendur hinum grunaða.

Aðspurður segir Ólafur að menn verði að vinna með þann tíma sem er til staðar. „Ég held ég hafi svarað því áður þannig að þetta er bara sá tími sem við höfum og við ætlum okkur að klára það á þeim tíma.“

Starfsmenn héraðssaksóknara hafa fylgst með framgangi rannsóknarinnar. „Við höfum verið í samskiptum eða samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þannig að við höfum fylgst með framgangi rannsóknarinnar. Við vitum nokkurn veginn hvað er í þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert