Enn fækkar í stofni landsela

Selir í fjöru á Vatnsnesi.
Selir í fjöru á Vatnsnesi. mbl.is/RAX

Niðurstöður selatalningar í sumar gefa til kynna að veruleg fækkun hafi átt sér stað í stofni landsela á Íslandi og er stofninn nú metinn 77% minni en þegar hann var fyrst metinn árið 1980 og 32% minni en árið 2011, þegar stofnstærðarmat yfir alla strandlengju landsins var síðast framkvæmd.

Stærstu látur landsela við landið eru í Haffirði á Mýrum og á Lækjarskógarfjörum í Hvammsfirði. Samkvæmt stjórnunarmarkmiðum íslenska landselsstofnsins skal halda stofninum í 12.000 selum en niðurstöður gefa til kynna að hann sé nú um 36% minni en sem því nemur.

Stofninn væri jafnvel skilgreindur í útrýmingarhættu, samkvæmt verndunarstuðli IUCN, sem eru alþjóðleg samtök um stöðu villtra dýra. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu um talninguna í sumar og ástand stofnsins, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert