Fjöldi skjálfta við Herðubreið í nótt

Skjálftarnir eiga flestir upptök sín rétt suðvestur af Herðubreið.
Skjálftarnir eiga flestir upptök sín rétt suðvestur af Herðubreið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skjálfti að stærð 3,3 stig varð fimm kílómetra suðvestur af Herðubreið á sjöunda tímanum í morgun, en mikil skjálftavirkni var á svæðinu frá því um tíu í gærkvöldi.

Hafa síðan þá orðið rétt tæplega 200 skjálftar á svæðinu, en flestir þeirra hafa þó verið um og undir 1 stig. Tveir skjálftanna voru þó á bilinu 2,4 til 2,5 stig.

Sjálftar á Vatnajökulssvæðinu síðustu tvo sólarhringa.
Sjálftar á Vatnajökulssvæðinu síðustu tvo sólarhringa. mynd/Veðurstofan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert